Erasmus+ námsheimsókn frá STADIN AO í Helsinki

Erno Viitanen aðstoðar ungt fólk sem þarf sérlausnir í námi

Erno Viitanen
Erno Viitanen

  STADIN AO og Iðan hafa unnið saman í tengslum við Erasmus+ áætlunina í 12 ár. Samstarfið felst í því að koma iðnnemum í starfsþjálfun í báðum löndum. Einnig hefur sveinprófsnefnd í húsasmíði heimsótt STADIN og kynnt sér fyrirkomulag lokaprófa í húsasmíði.

  Í þessu hlaðvarpi, sem kallast Mobility beyond borders og er á ensku, er rætt við Erno Viitanen, sérkennara og jassista sem heimsótti Iðuna nýlega. Viitanen starfar hjá STADIN AO við að aðstoða ungt fólk sem þarfnast sérlausna við að fóta sig í lífinu.

  Viitanen heimsótti Iðuna, Nemastofu og Fjölbrautaskólann í Breiðholti til að kynna sér íslenska menntakerfið. Honum kom á óvart hversu sveigjanlegt kerfið er á Íslandi og honum virðist auðveldara að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum á Íslandi en í hans eigin heimalandi. Honum fannst ennfremur áhugavert að kynnast framkvæmd raunfærnimats á Íslandi sem honum finnst svipa til aðgerá í Finnlandi.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband