Málmþrívíddarprentun í Tæknisetri

Iðan fræðslusetur fór á vettvang í Tæknisetur með vélaverkfræðingnum Degi Inga Ólafssyni sem sýnir prentrýmið í Tæknisetri, fer yfir möguleika málmþrívíddarprentarans og gefur dæmi um hluti sem er hægt að prenta.

Tæknisetur er rannsóknarstofa og stuðningsumhverfi fyrir frumkvöðla. Á Tæknisetri er ýmis konar búnaður og innviðir, til dæmis málmþrívíddarprentari sem nýtist fólki í nýsköpun, hvort sem þeir eru frumkvöðlar á eigin vegum eða fyrirtækjafrumkvöðlar. Málmþrívíddarprenetarinn byggist á tækni sem kallast valkvæð leysibráðnun, hægt er að prenta úr ýmsum málmum en hingað til hefur helst verið prentað úr ryðfríu stáli og áli með 10% kísil.

Prentarinn nýtir málmduft og leysigeisla. Leysigeislinn bræðir eitt lag af málmdufti í einu til þess að byggja upp þrívíðan hlut. Forritið sem er notað til þess að teikna upp hlutinn kallast Materilise Magics og Dagur Ingi prentar nokkra hluti til þess að sýna virknina, gírhjól, íhluti í gírhjól, legókubb og duplokubb.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband