Vilt þú hafa áhrif á fræðslu í iðngreinum og vera hluti af framsýnu fræðslusamfélagi?
Iðan fræðslusetur leitar að drífandi og framsýnum stjórnanda til að leiða deildina Þróun þekkingar. Hafir þú brennandi áhuga á fræðslumálum gæti þetta verið starf fyrir þig.
Deildarstjóri leiðir teymi leiðtoga Iðunnar, sem þróa fræðslu fyrir þær iðngreinar sem Iðan þjónustar og vinna að alþjóðaverkefnum. Deildarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra Iðunnar og situr í framkvæmdastjórn félagsins.
Iðan er leiðandi fræðslusetur í iðnaði og þjónustar bílgreinar, bygginga- og mannvirkjagreinar, málm- og véltæknigreinar, matvæla- og veitingagreinar og prent- og miðlunargreinar. Námsframboðið er fjölbreytt og í stöðugri þróun en markmið Iðunnar er að stuðla að framúrskarandi færni, framþróun og nýsköpun meðal starfsfólks í iðngreinum. Hjá Iðunni færðu þannig tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á framtíð fræðslu í iðnaði.
Iðan fræðslusetur er skemmtilegur vinnustaður þar sem starfar metnaðarfullt starfsfólk. Verkefnin eru fjölbreytt, við leggjum áherslu á gott samstarf og tækifæri til vaxtar.
Allar frekari upplýsingar á vef Hagvangs.