Suðupróf og vottaðir suðuferlar

Málmsuða

Kynningarlína

Fagleg yfirseta við framkvæmd suðuprófa eða gerð suðuferla í samstarfi við TÜV-Nord – til staðfestingar á hæfni suðumanna.

Fyrir hverja

Fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja fá staðfestingu á hæfni í suðu með því að standast suðupróf eða vinnu við vottaða suðuferla.
Hentar vel iðnaðarmönnum sem þurfa að sýna fram á suðupróf eða viðhalda suðuréttindum sínum, auk fyrirtækja sem þurfa að eiga vottaða suðuferla.

Markmið

að bjóða upp á faglega yfirsetu og miðlun upplýsinga til að þátttakendur geti fengið viðurkenningu á suðuprófi eða vottuðum suðuferli.

Fjallað er um

  • Forsendur og framkvæmd mismunandi suðuprófa
  • Forsendur og framkvæmd mismunandi suðuferla
  • Ávinning þess að hafa gilt suðupróf og ferla í gæðakerfum
  • Kröfur og staðla sem unnið er eftir
  • Verklega framkvæmd prófa
  • Samstarf og verklag með TÜV-Nord við mat og útgáfu vottana

Að loknu námskeiði á þátttakandi að

  • Hafa lokið suðuprófi eða suðuferli samkvæmt viðeigandi stöðlum
  • Skilja kröfur og verkferla vottunarferlisins
  • Geta unnið suðupróf eða suðuferil í samræmi við staðla TÜV-Nord
  • Hafa aflað sér staðfestingar/vottunar á suðuhæfni eða suðuferli
  • Krafist er umtalsverðrar reynslu og þekkingar í suðu

Fyrirkomulag og námsmat

  • Lengd námskeiðs/yfirsetu: lágmarki 5 klst.
  • Staðsetning: Í húsnæði Iðunnar eða hjá fyrirtækjum eftir óskum
  • Námsmat: Verklegt próf, sjónskoðun og skaðleg prófun.
  • Ávinningur: Suðupróf eða vottaður suðuferill frá TÜV
  • Skráning og tímasetning: Í samráði við kennara
  • Kennarar: Hilmar Brjánn og Kristján Kristinsson
  • Verð: 100.000 kr. / Félagsverð: 25.000 kr.
  • Tengiliður: Hilmar Brjánn, Sími: 898-3727, Email: [email protected]

Ef þátttakendur þurfa meiri undirbúning eða þjálfun, er samið um það sérstaklega.

Þakka þér fyrir umsóknina