Iðan býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir fólk sem starfar í málm- og véltæknigreinum. Þá er Iðan viðurkenndur kennsluaðili (ATC Authorized Training Center) fyrir Autodesk hugbúnað og býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða s.s. í Autodesk Revit Architecture, Inventor og Autocad. Námskeiðin nýtast vel fagfólki í málm- og véltækniiðnaði.
Leiðtogi starfar náið með fagráði málm- og véltæknigreina sem er ráðgefandi gagnvart þörfum greinanna í símenntun. Fagráðið er skipað fulltrúum frá atvinnurekendum og launþegasamtökum í hverri grein og stuðlar að því að þörfum greinanna sé mætt hverju sinni hvað varðar fræðsluþarfir, þjónustu og gæði.
Fyrirtækjaþjónustan hefur skapað sér ákveðinn sess hjá Iðunni. Í henni felst að leiðtogi greinarinnar heimsækir fyrirtæki á sínu sviði. Í heimsóknunum er meðal annars farið yfir námsframboð Iðunnar, boðið upp á sérsniðin námskeið fyrir starfsfólk. Lögð er áhersla á að hlusta eftir óskum félagsfólks um fræðslu og stuðning í starfi. Skráðar eru í hugmyndabanka tillögur að nýjum námskeiðum sem koma frá starfsfólki og stjórnendum og reynt að koma til móts við slíkar óskir.
Náms- og starfsráðgjafar Iðunnar taka oft þátt í heimsóknum og kynningum af þessu tagi til þess að kynna ítarlega þá þjónustu og ráðgjöf sem stendur félagsfólki til boða.
Viltu fá leiðtoga málm- og véltæknigreina í heimsókn í þitt fyrirtæki?