Prenttæknisjóður og fræðslusjóður Grafíu styrkja dyggilega við félagsmenn sem vilja bæta við þekkingu sína í námi eða fara í tómstundanám. Rétt á styrkjum eiga þeir félagsmenn sem eiga aðild að Grafíu og starfa í prent – og auglýsingaiðnaði í samræmi við kjarasamninga SA og SÍA við Grafíu.
Prenttæknisjóður veitir styrkir til starfstengds náms og greiðir niður allt að 75% af námskeiðsgjaldi. Fræðslusjóður styrkir nám og tómstundanám hjá viðurkenndum fræðsluaðilum sem er ekki starfstengt.
Auk þess veitir sjóðurinn ferðastyrki vegna náms erlendis. Umsækjendur í virkri atvinnuleit fá undanþágu frá almennum reglum sjóðsins.
Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar um skilyrði styrkja eru á vef Grafíu.