Iðnnemar, nýsveinar, leiðbeinendur og nefndarfólk hjá Iðunni eiga þess kost að sækja um Erasmus+ styrk til námsdvalar í öðru Evrópulandi. Iðan tekur þátt í fjölmörgun alþjóðlegum verkefnum og er Erasmus+ eitt af þeim.
Styrkir til nema og nýsveina
Iðnnemar og nýsveinar geta sótt um styrk til námsdvalar í útlöndum í að lágmarki 4 vikur. Oftast er þó dvalið í lengri tíma en það. Einnig geta leiðbeinendur og nefndarmenn hjá Iðunni farið í námsheimsóknir í skóla eða fyrirtæki og er þá miðað við sú heimsókn sé ekki skemur en 2 dagar.
Styrkupphæðir taka mið af lengd dvalar og eru mismunandi milli landa. Erasmus+ umsókn fyrir nýsveina
Styrkir til fagfólks
Iðan hefur um árabil veitt fólki sem tengist iðnaði styrki til starfsþjálfunar í fyrirtækjum, á ýmiskonar námskeið, starfsspeglun og fleira. Fagfólk í prentiðnaði getur sótt um styrki til þjálfunar í prentfyrirtækjum sem skiptir það verulegu máli fyrir framþróun í starfi. Sjá meira hér: Erasmus+ fyrir starfsfólk