Dómara- og keppnisnámskeið fyrir matreiðslumenn

Verð fyrir félagsmenn
7.500 kr.
Verð
30.000 kr.
Iðan Fræðslusetur í samstarfi við Klúbb Matreiðslumeistara og matreiðslumeistarann Gert Klötzke, heldur dómara- og keppnisnámskeið fyrir matreiðslumenn þann 20. október næstkomandi í Húsi Fagfélaganna, Stórhöfða 31.   Um er að ræða 8 klukkustunda námskeið þar sem farið verður  í nýjustu strauma og stefnur í keppnismatreiðslu.   Námskeiðið er hugsað til að auka færni íslenskra matreiðslumanna í dómgæslu í viðurkenndum matreiðslukeppnum  og einnig fyrir keppendur sem vilja auka skilning á reglum og viðmiðum dómara í matreiðslukeppnum.   Námskeiðið er fyrsta skrefið í að öðlast viðurkennd alþjóðleg dómararéttindi í matreiðslu.

Fyrir hverja:

Fyrir matreiðslumenn sem vilja auka fræni í dómgæslu og auka skilning sinn á matreiðslukeppnum.

Markmið:

Námskeiðið er hugsað til að auka færni matreiðslumanna í dómgæslu í viðurkenndum matreiðslukeppnum  og einnig fyrir keppendur sem vilja auka skilning á reglum og viðmiðum dómara í matreiðslukeppnum.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

Um er að ræða 8 kukkustunda námskeið þar sem farið verður  í nýjustu strauma og stefnur í keppnismatreiðslu.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

Námskeiðið er fyrsta skrefið í að öðlast viðurkennd alþjóðleg dómararéttindi í matreiðslu.

Staðsetning
Hús Fagfélaganna Stórhöfða, Stórhöfði 29-31, 110 Reykjavík

20. október 2025 kl: 09:00 - 17:00
Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Edda Jóhannesdóttir - [email protected]
Gert Klötzke
Kennari
Gert Klötzke
Gert Klötzke er löggiltur A-dómari, formaður keppnisnefndar Worldchefs og einn af lykilkennurum í keppnisnámskeiðum Worldchefs. Hann er þekktur keppniskokkur og dómari sem hefur hlotið fjölda verðlauna á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal Kokkur ársins í Svíþjóð. Gert hefur varið meira en áratug í að leiðbeina næstu kynslóð keppniskokka.