Fyrir matreiðslumenn sem vilja auka fræni í dómgæslu og auka skilning sinn á matreiðslukeppnum.
Námskeiðið er hugsað til að auka færni matreiðslumanna í dómgæslu í viðurkenndum matreiðslukeppnum og einnig fyrir keppendur sem vilja auka skilning á reglum og viðmiðum dómara í matreiðslukeppnum.
Um er að ræða 8 kukkustunda námskeið þar sem farið verður í nýjustu strauma og stefnur í keppnismatreiðslu.
Námskeiðið er fyrsta skrefið í að öðlast viðurkennd alþjóðleg dómararéttindi í matreiðslu.