Námskeiðið hentar þeim sem vinna með texta í InDesign, svo sem grafískum hönnuðum, umbrotsfólki, útgefendum og öllum sem vilja kafa dýpra í smáatriði leturfræðinnar. Gott er ef þátttakendur hafi áður kynnt sér eða tekið GREP-námskeið, en ekki nauðsynlegt.
Fallegt umbrot veitir texta aukinn slagkraft. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist skilning á því hvernig smávægilegar ákvarðanir geta haft afgerandi áhrif á heildarútlit texta. Einnig að þátttakendur verði öruggir í að beita GREP-skipunum í InDesign til að gera sjálfvirkar lagfæringar á texta og bæta sjónræna heild.
Bókin Fínir drættir leturfræðinnar eftir Jost Hochuli er innifalin í námskeiðsverði.