Fínir drættir leturfræðinnar í InDesign

Verð fyrir félagsmenn
3.500 kr.
Verð
12.500 kr.
Á þessu námskeiði lærir þú að nýta GREP í InDesign til að skila fallegra og kraftmeira umbroti á texta. Siggi Ármanns og Atli Hilmarsson grafískir hönnuðir kenna á þessu námskeiði hagnýtar aðferðir.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar þeim sem vinna með texta í InDesign, svo sem grafískum hönnuðum, umbrotsfólki, útgefendum og öllum sem vilja kafa dýpra í smáatriði leturfræðinnar. Gott er ef þátttakendur hafi áður kynnt sér eða tekið GREP-námskeið, en ekki nauðsynlegt.

Markmið:

Fallegt umbrot veitir texta aukinn slagkraft. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist skilning á því hvernig smávægilegar ákvarðanir geta haft afgerandi áhrif á heildarútlit texta. Einnig að þátttakendur verði öruggir í að beita GREP-skipunum í InDesign til að gera sjálfvirkar lagfæringar á texta og bæta sjónræna heild.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvernig hækka má bandstrik sem kemur á eftir hástaf.
  • Aðferðir til að breyta tilteknu stafabili í öllum texta.
  • Ýmis smáatriði og sérviska sem gera texta fagurfræðilega betri.
  • GREP-skipanir í InDesign, miðað við bókina Fínir drættir leturfræðinnar eftir Jost Hochuli.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta nýtt sér GREP-skipanir til að laga letur og ýmis mikilvæg atriði í InDesign sem hafa mikil áhrif á útlit texta.
  • Þekkja helstu atriði úr bókinni Fínir drættir leturfræðinnar og geta beitt þeim í eigin verkefnum.
  • Skilja hvernig skipulag og reglur í textavinnslu hafa áhrif á fagurfræðilegt heildarútlit.
  • Búa til snyrtilegra, faglegra og sjónrænt fallegra umbrotsefni.

Aðrar upplýsingar:

Bókin Fínir drættir leturfræðinnar eftir Jost Hochuli er innifalin í námskeiðsverði.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
28. nóvember 2025 kl: 10:00 - 14:00
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Sigurður Ármannsson
Kennari
Sigurður Ármannsson
Hönnuður og sérfræðingur í umbroti í InDesign