Óreynt eða nýtt þjónustufólk í veitinga- og þjónustugeiranum.
New or inexperienced service staff in the hospitality industry.
Að skilja muninn á afgreiðslu og þjónustu og byggja sameiginlegan grunn fyrir faglega þjónustustarfsemi.
To highlight the difference between customer service and transaction handling, and to establish a shared foundation for professional service.
Stefán Ingi hefur starfað sem þjónn síðan 1986 þegar hann hóf störf sem barþjónn á Hótel Borg. 1991 útskrifaðist Stefán sem framreiðslusveinn frá Hótel Óðinsvéum og tók svo nokkrum árum seinna við sem veitingastjóri yfir bæði Óðinsvéum og Viðeyjarstofu. 2012 var meistaranámi lokið við MK og útskrifaðist Stefán með ágætiseinkunn þaðan. 2020 var förinni síðan heitið í Háskóla Íslands þaðan sem Stefán útskrifaðist með kennsluréttindi Iðnmeistara árið 2021. Á sínum langa ferli sem framreiðslumaður hefur Stefán komið víða við og kynnst mörgum framúrskarandi fagmönnum jafnt matreiðslumönnum sem og framreiðslumönnum. Á seinni árum hefur Stefán æ meira reynt að tvinna saman þjónustu og jákvæða sölumennsku ásamt því að leiðbeina þjónum framtíðarinnar um þá jákvæðu upplifun sem góð þjónusta getur skilið eftir sig í minningu veitingahúsagesta.