Þjónustunámskeið - Framhald / Service Training - Advanced Level

Verð fyrir félagsmenn
2.400 kr.
Verð
9.500 kr.
Námskeiðinu er ætlað að skerpa söluvitund og skipulagshæfileika þjóna. Á námskeiðinu er farið yfir hversvegna við seljum eitthvað en ekki bara eitthvað ásamt því að skerpa á vitund þjóna um hversu miklu máli undirbúningur skiptir. Farið er yfir skipulag er varðar hópa og hvernig best er að bera sig að varðandi nálgun og þjónustu við hina mismunandi hópa á veitingahúsum. _______________________________________________________________________________________________________________________ This advanced program focuses on developing sales awareness and organizational skills for waitstaff. The training emphasizes the importance of preparation and explores the reasons behind effective sales rather than simply selling “something.” Special attention is given to group diners, including how to plan, approach, and deliver outstanding service to different types of groups within the restaurant.

Fyrir hverja / For Whom:

Þjóna og þjónustufólk með reynslu sem vill skerpa á söluvitund og skipulagshæfileikum.


Waitstaff with experience who wish to strengthen sales awareness and organizational skills.

Markmið / Objective:

Að styrkja hæfni í sölu, undirbúningi og skipulagi þjónustu við mismunandi hópa.


To develop skills in sales, preparation, and structured service delivery for different customer groups.

Á námskeiðinu verður fjallað um / The course will cover:

  • Söluvitund og markmið með sölu
  • Mikilvægi undirbúnings
  • Skipulag og nálgun þjónustu við hópa

  • Sales awareness and the purpose behind selling
  • The importance of preparation
  • Organization and best practices for group service

Að loknu námskeiði á nemandi að / Upon completion, participants will be able to:

  • Skilja tilgang og gildi virkrar sölu
  • Undirbúa sig faglega fyrir þjónustu
  • Bjóða upp á skipulagða og markvissa þjónustu við hópa

  • Recognize the purpose of effective sales
  • Prepare professionally for service tasks
  • Deliver structured and customer-oriented service to groups
Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

28. október 2025 kl: 18:00 - 21:00
Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Stefán Ingi Guðmundsson
Kennari
Stefán Ingi Guðmundsson

Stefán Ingi hefur starfað sem þjónn síðan 1986 þegar hann hóf störf sem barþjónn á Hótel Borg. 1991 útskrifaðist Stefán sem framreiðslusveinn frá Hótel Óðinsvéum og tók svo nokkrum árum seinna við sem veitingastjóri yfir bæði Óðinsvéum og Viðeyjarstofu. 2012 var meistaranámi lokið við MK og útskrifaðist Stefán með ágætiseinkunn þaðan. 2020 var förinni síðan heitið í Háskóla Íslands þaðan sem Stefán útskrifaðist með kennsluréttindi Iðnmeistara árið 2021. Á sínum langa ferli sem framreiðslumaður hefur Stefán komið víða við og kynnst mörgum framúrskarandi fagmönnum jafnt matreiðslumönnum sem og framreiðslumönnum. Á seinni árum hefur Stefán æ meira reynt að tvinna saman þjónustu og jákvæða sölumennsku ásamt því að leiðbeina þjónum framtíðarinnar um þá jákvæðu upplifun sem góð þjónusta getur skilið eftir sig í minningu veitingahúsagesta.