Námskeiðið er fyrir fólk sem vill komast á lista samgöngustofu yfir mælingamenn sem hafa heimild til útgáfu hjólastöðuvottorða.
Gera þátttakenda kleift að komast á lista Samgöngustofu þegar kemur að útgáfu hjólastöðuvottorða og miðla til þeirra upplýsingum í tengslum við þau réttindi ásamt því að auka þekkingu þegar kemur að hjólastillingum.
Gerðar eru verklegar æfingar, ýmist á námskeiðinu sjálfu eða úti á vinnustað þátttakenda ef þörf er á.
Til þess að fá réttindi verður aðili að hafa sveinspróf í bifvélavirkjun eða bifreiðasmíði. Mælingarmaður verður að sækja um úttekt á starfsstöð að námskeiði loknu í gegnum idan.is. Viðurkenning mælingamanns gildir í 5 ár. Frekari upplýsingar má finna á vef Samgöngustofu