Hjólastilling

Verð fyrir félagsmenn
15.000 kr.
Verð
60.000 kr.
Viltu komast á lista Samgöngustofu yfir viðurkennda mælingamenn vegna hjólastöðu ökutækja?

Fyrir hverja: 

Námskeiðið er fyrir fólk sem vill komast á lista samgöngustofu yfir mælingamenn sem hafa heimild til útgáfu hjólastöðuvottorða.

Markmið: 

Gera þátttakenda kleift að komast á lista Samgöngustofu þegar kemur að útgáfu hjólastöðuvottorða og miðla til þeirra upplýsingum í tengslum við þau réttindi ásamt því að auka þekkingu þegar kemur að hjólastillingum.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Það ferli sem þarf að fylgja til að öðlast réttindi til að gefa út hjólastöðuvottorð.
  • Þær reglugerðir sem tengjast útgáfu hjólastöðuvottorða frá upplýsingum samgöngustofu.
  • Helstu grunnhugtök þegar kemur að hjólastillingu .
  • Tækninýungar sem tengjast hjólabúnaði bifreiða.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Hafa þekkingu á þeim reglum og skildum sem tengjast útgáfu hjólastöðuvottorða.
  • Þekkja grunnhugtök hjálastillingar og getað hjólastillt bíl með réttum hætti.
  • Þekkja þann búnað sem nauðsynlegur er í tengslum við hjólastilingu.
  • Vera meðvitaður um þær tækninýungar sem tengjast hjólabúnaði bifreiða.

Aðrar upplýsingar:

Gerðar eru verklegar æfingar, ýmist á námskeiðinu sjálfu eða úti á vinnustað þátttakenda ef þörf er á.

Til þess að fá réttindi verður aðili að hafa sveinspróf í bifvélavirkjun eða bifreiðasmíði. Mælingarmaður verður að sækja um úttekt á starfsstöð að námskeiði loknu í gegnum idan.is. Viðurkenning mælingamanns gildir í 5 ár. Frekari upplýsingar má finna á vef Samgöngustofu

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
3. nóvember 2025 kl: 09:00 - 16:00
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Sveinbjörn Björnsson
Kennari
Sveinbjörn Björnsson