Vaktstjóranámskeið / Shift Manager Course

Verð fyrir félagsmenn
2.400 kr.
Verð
9.500 kr.
Hér er farið yfir mörg af þeim helstu atriðum sem góður stjórnandi þarf að tileinka sér. Farið er yfir mannlega þáttinn, breytt tíðarfar og breytta sýn ungs fólks á stjórnendur og stjórnendahætti dagsins í dag. Námskeiðið er mikið byggt á samtölum og rökræðum um hvernig og hvers vegna. ________________________________________________________________________________________________________________ A comprehensive course for those aspiring to leadership roles. The program addresses essential qualities of effective management, covering topics such as the human factor in leadership, evolving workplace expectations, and the changing perspectives of younger generations toward managers and management practices today. The training is highly interactive, with a strong emphasis on dialogue and debate around the “how” and the “why” of modern leadership.

Fyrir hverja / For Whom:

Þjónustufólk og starfsmenn sem stefna á stjórnunarhlutverk eða vilja efla leiðtogahæfni sína.


Service staff and employees aspiring to supervisory roles or wishing to enhance leadership skills.

Markmið / Objective:

Að kynna helstu eiginleika góðs stjórnanda og styrkja leiðtogahæfni í nútíma starfsemi.


To provide insight into the qualities of effective managers and to strengthen leadership capabilities in a modern work environment.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Mannlega þáttinn í stjórnun
  • Breyttar væntingar og sýn ungs fólks
  • Nútímalega stjórnunarhætti og samskipti
  • Rökræður og samræður um „hvernig“ og „af hverju“

  • The human aspect of leadership
  • Changing expectations and youth perspectives
  • Modern management practices and communication
  • Discussions and debates on “how” and “why”

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu atriði góðrar stjórnunar
  • Aðlaga sig að breyttum vinnuaðstæðum og væntingum
  • Beita mannlegri og faglegri stjórnunarhæfni í daglegu starfi

  • Identify key elements of effective leadership
  • Adapt to changing work environments and expectations
  • Apply human-centered and professional leadership in daily operations

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

4. nóvember 2025 kl: 18:00 - 20:30
Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Stefán Ingi Guðmundsson
Kennari
Stefán Ingi Guðmundsson

Stefán Ingi hefur starfað sem þjónn síðan 1986 þegar hann hóf störf sem barþjónn á Hótel Borg. 1991 útskrifaðist Stefán sem framreiðslusveinn frá Hótel Óðinsvéum og tók svo nokkrum árum seinna við sem veitingastjóri yfir bæði Óðinsvéum og Viðeyjarstofu. 2012 var meistaranámi lokið við MK og útskrifaðist Stefán með ágætiseinkunn þaðan. 2020 var förinni síðan heitið í Háskóla Íslands þaðan sem Stefán útskrifaðist með kennsluréttindi Iðnmeistara árið 2021. Á sínum langa ferli sem framreiðslumaður hefur Stefán komið víða við og kynnst mörgum framúrskarandi fagmönnum jafnt matreiðslumönnum sem og framreiðslumönnum. Á seinni árum hefur Stefán æ meira reynt að tvinna saman þjónustu og jákvæða sölumennsku ásamt því að leiðbeina þjónum framtíðarinnar um þá jákvæðu upplifun sem góð þjónusta getur skilið eftir sig í minningu veitingahúsagesta.