Ostanámskeið með Bjarka Long

Verð fyrir félagsmenn
2.900 kr.
Verð
11.500 kr.
Á þessu frábæra ostanámskeiði ferðast þátttakendur í gegnum fjölbreytta heima osta – allt frá mildum og mjúkum nýrra osta til kraftmikilla og langþroskaðra tegunda. Fjallað verður um uppruna þeirra og hvernig framleiðsluaðferðir skapa sérkenni hvers osta. Til að fullkomna upplifunina verða ostarnir paraðir saman við vandað úrval vína og bjóra, sem undirstrika bragðeiginleika þeirra og sýna hvernig rétt pörun getur umbreytt einfaldri sneið í einstaka matarupplifun. Smakkaðir verða um hátt í tuttugu ostar ásamt úrvali meðlætis. Þetta er sannkallað ferðalag fyrir bragðlaukana!

Fyrir hverja:

Fyrir alla sem elska góða osta, vín og bjór – jafnt áhugafólk sem vill læra meira, sem og þá sem starfa í veitinga- eða þjónustugeiranum og vilja dýpka skilning sinn á pörun bragða og hráefna.

Markmið:

Að auka þekkingu og skilning á ostum, uppruna þeirra og framleiðsluferli, og kenna hvernig velja má meðlæti og drykki sem lyfta bragðinu og skapa jafnvægi. Þátttakendur öðlast innsýn í listina að para saman osta, vín og bjór þannig að heildin verði meiri en summan af einstökum hlutum.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Uppruna og framleiðsluaðferðir helstu ostategunda.
  • Mismunandi flokka osta – frá ferskum og mjúkum til harðra og mygluosta
  • Hvernig þroskun, hitastig og geymsla hafa áhrif á bragð og áferð
  • Leiðir til að para osta við vín, bjór og meðlæti
  • Smakk og greining – hvernig lesa má bragðið og finna jafnvægið milli seltu, sætleika, fitu og sýru

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Hafa dýpri skilning á mismunandi ostaflokkum og sérkennum þeirra
  • Geta valið rétta meðlæti, vín eða bjór með hverri ostategund
  • Hafa lært hvernig smakka, meta og njóta osta á faglegan hátt
  • Vera betur í stakk búinn til að miðla ostamenningu áfram – hvort sem er á heimili eða í starfi

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

27. nóvember 2025 kl: 17:00 - 19:00
Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Bjarki Long
Kennari
Bjarki Long

Bjarki Long er framreiðslumeistari og ostasérfræðingur og veit því hvað hann syngur hvað varðar osta.