Fyrir alla sem elska góða osta, vín og bjór – jafnt áhugafólk sem vill læra meira, sem og þá sem starfa í veitinga- eða þjónustugeiranum og vilja dýpka skilning sinn á pörun bragða og hráefna.
Að auka þekkingu og skilning á ostum, uppruna þeirra og framleiðsluferli, og kenna hvernig velja má meðlæti og drykki sem lyfta bragðinu og skapa jafnvægi. Þátttakendur öðlast innsýn í listina að para saman osta, vín og bjór þannig að heildin verði meiri en summan af einstökum hlutum.
Bjarki Long er framreiðslumeistari og ostasérfræðingur og veit því hvað hann syngur hvað varðar osta.