Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna.
Markmið námskeiðsins er að upplýsa þátttakendur um lög og reglur um þjónstuaðila brunavarna og um ábyrgð þeirra.
Til þess að ljúka námskeiðinu taka þátttakendur skriflegt próf. Þau sem þess óska hafi samband við [email protected].
Guðmundur er MSc í byggingarverkfræði frá Aalborg Universitetcenter og MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hann er löggiltur hönnuður aðaluppdrátta, lagna og burðarþols. Guðmundur hefur áratuga reynslu af að skipuleggja og kenna eldvarnaeftirlitsmönnum að skoða hús eftir forskrifuðum reglum. Hann er stundakennari við Háskólann í Reykjavík og kennir við endurmenntun fag- og iðnaðarmanna hjá Iðunni, Rafiðnaðarskólanum og á námskeiðum í samstarfi við Vinnueftirlitið.
Ásta er sérfræðingur í skipulags- og byggingarmálum og stjórnsýslu mannvirkjamála; byggingarreglugerð, stjórnsýslukærum, ábyrgð aðila í mannvirkjagerð, ferli byggingarleyfisumsókna, þvingunarúrræðum byggingarfulltrúa, eftirliti, byggingarvörum, gæðastjórnunarkerfum o.fl.