Þjónustuaðilar brunavarna

Verð fyrir félagsmenn
14.000 kr.
Verð
56.000 kr.
Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna. Um er að ræða þjónstu reykköfunartækja, loftgæðamælinga og handslökkvitækja. Námskeiðið endar á skriflegu prófi.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið fyrir þá sem eru eða vilja gerast þjónustuaðilar brunavarna.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að upplýsa þátttakendur um lög og reglur um þjónstuaðila brunavarna og um ábyrgð þeirra.

Á námskeiðinu verður farið yfir

  • Lög og reglugerðir og staðla.
  • Skráningu í gæðahandbók.
  • Viðhald tækja.
  • Slökviefni- gerð og virkni.
  • Úttektir á þjónustustöðvum slökvitækja. 

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja lög, reglugerðir og staðls sem varða brunavarnir.
  • Geta haldið gæðahandbækur.
  • Þekkja tæki og slökkviefni og hvernig þeim er haldið við
  • Vita hvernig úttektir fara fram.

Annað:

Til þess að ljúka námskeiðinu taka þátttakendur skriflegt próf. Þau sem þess óska hafi samband við [email protected].

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennarar
Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson
byggingaverkfræðingur

Guðmundur er MSc í byggingarverkfræði frá Aalborg Universitetcenter og MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hann er löggiltur hönnuður aðaluppdrátta, lagna og burðarþols. Guðmundur hefur áratuga reynslu af að skipuleggja og kenna eldvarnaeftirlitsmönnum að skoða hús eftir forskrifuðum reglum. Hann er stundakennari við Háskólann í Reykjavík og kennir við endurmenntun fag- og iðnaðarmanna hjá Iðunni, Rafiðnaðarskólanum og á námskeiðum í samstarfi við Vinnueftirlitið.

Ásta Sóley Sigurðardóttir
Ásta Sóley Sigurðardóttir
Lögfræðingur

Ásta er sérfræðingur í skipulags- og byggingarmálum og stjórnsýslu mannvirkjamála; byggingarreglugerð, stjórnsýslukærum, ábyrgð aðila í mannvirkjagerð, ferli byggingarleyfisumsókna, þvingunarúrræðum byggingarfulltrúa, eftirliti, byggingarvörum, gæðastjórnunarkerfum o.fl. 

Bernhard Jóhannesson
Bjargey Guðmundsdóttir
Georg Arnar Þorsteinsson