Þetta námskeið er fyrir fólk í byggingariðnaði em þarf að fást við raka og myglu í húsum.
Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum.
Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum 1 en er þó ekki skilyrði.
Benjamín er húsasmiður og byggingatæknifræðingur. Hann hefur breiða starfsreynslu innan byggingargeirans en hefur undanfarin áratug unnið mikið við ástandsskoðun húsnæðis, með sérhæfingu í málefnum tengdum rakaskemmdum, almennri innivist og loftgæðum. Undanfarið hefur hann færst meira í ráðgjöf og sölu á loftskiptakerfum í byggingar. Hann hefur einnig starfað við hönnun og ráðgjöf á verkfræðistofum og við verkefnaumsjón hjá verktakafyrirtækjum.