Raki og mygla í húsum 2

Verð fyrir félagsmenn
10.000 kr.
Verð
40.000 kr.
Þetta námskeið er annað af þremur um raka og myglu í húsum.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir fólk í byggingariðnaði em þarf að fást við raka og myglu í húsum.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða.
  • Niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu.
  • Enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum og bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu aðferðir til að komast að því hvort finna megi myglu í húsnæði.
  • Geta lesið úr niðurstöðum mælnga og rannsókna.
  • Þekkja helstu aðferðir við hreinsun á myglu.

Annað:

Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum 1 en er þó ekki skilyrði.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

5. febrúar 2026 kl: 13:00 - 19:00
Fyrirkomulag kennslu
Staðnám með möguleika á fjarnámi
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennarar
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Líffræðingar
Benjamín Ingi Böðvarsson
Byggingatæknifræðingur

Benjamín er húsasmiður og byggingatæknifræðingur. Hann hefur breiða starfsreynslu innan byggingargeirans en hefur undanfarin áratug unnið mikið við ástandsskoðun húsnæðis, með sérhæfingu í málefnum tengdum rakaskemmdum, almennri innivist og loftgæðum. Undanfarið hefur hann færst meira í ráðgjöf og sölu á loftskiptakerfum í byggingar. Hann hefur einnig starfað við hönnun og ráðgjöf á verkfræðistofum og við verkefnaumsjón hjá verktakafyrirtækjum.