Trjá- og runnaklippingar - fagfólk - endurmenntun

Í samstarfi við Garðyrkjuskólann
Verð fyrir félagsmenn
12.000 kr.
Verð
49.000 kr.
Endurmenntunarnámskeið sem ætlað öllum garðyrkjufræðingum sem vilja bæta þekkingu sína og rifja upp og læra nýjar klippingar.

Námskeiðið er endurmenntunarnámskeið ætlað öllum garðyrkjufræðingum sem vilja bæta þekkingu sína og rifja upp og læra nýjar klippingar.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir við trjá- og runnaklippingar, bæði nýjar og gamlar. Einnig verður fjallað um lífsstarfsemi trjáa og muninn á heilbrigði þeirra í náttúrulegu umhverfi og borgarumhverfi. Hvernig bregst gróður við áreiti svo sem klippingum og hvernig er hægt að lágmarka skaða þegar tré eru snyrt. Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs. Hvernig á að meta ástand trjáa áður en þau eru klippt svo hægt sé að gera sér grein fyrir því hvaða inngrip hentar hverju þeirra. Hvenær á að klippa og hvenær ekki. Einnig verður farið yfir hvaða klippingu mismunandi tegundir þurfa s.s. eðalrósir, klifurplöntur, skriðular plöntur ofl. Verklegar æfingar í mati á trjám og klippingum, auk þess sem farið verður lauslega í hvaða viðhald verkfæra.

Nemendur taki með sér verkfæri og vinnufatnað í samræmi við veður í verklega tíma.

Kaffi og hádegismatur og gögn eru innifalinn í verði.

Kennari: Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari, fv. brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).

Staðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum, 816 Ölfusi

17. febrúar 2026 kl: 09:00 - 16:00
18. febrúar 2026 kl: 09:00 - 12:00
Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
Námsmat
100% mæting
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennari
Kennarar Garðyrkjuskólans