OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Verð fyrir félagsmenn
1.250 kr.
Verð
5.000 kr.
OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu vefnámskeiði er farið yfir helstu aðgerðir OneDrive og hvernig hægt er að nýta það ásamt Microsoft Teams til að halda utan um gögn, auka skilvirkni og bæta samskipti í starfi eða námi. Þátttakendur kynnast skýjalausnum, gagnageymslu og aðgengi, auk þess að læra að nota Teams til funda, samskipta og samvinnu.

Fyrir hverja:

Vefnámskeið fyrir alla sem vilja læra að nýta OneDrive og Teams til að halda utan um gögn og bæta samskipti í starfi eða námi.

Markmið:

Að kenna þátttakendum hvernig skýjalausnir eins og OneDrive virka, hvernig gögn eru geymd þar og hvernig hægt er að nálgast þau, ásamt því að nýta Teams til samskipta og samvinnu.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Helstu eiginleika og virkni OneDrive
  • Hvernig á að vista, skipuleggja og deila gögnum í OneDrive
  • Aðgangur að gögnum úr mismunandi tækjum
  • Notkun Microsoft Teams til samskipta og samvinnu
  • Að sækja og deila gögnum úr OneDrive í Teams
  • Helstu stillingar og öryggismál tengd skýjalausnum

Að loknu námskeiði á þátttakandi að:

  • Skilja hvernig OneDrive virkar og hvernig á að nýta það á skilvirkan hátt
  • Geta vistað, skipulagt og nálgast gögn í OneDrive úr ýmsum tækjum
  • Deila gögnum á öruggan hátt með öðrum
  • Nota Microsoft Teams til funda, spjalls og gagnamiðlunar
  • Samþætta OneDrive og Teams til að bæta samstarf og verkefnastjórnun

Aðrar upplýsingar:

  • Aðgangur að Microsoft 365 umhverfi með OneDrive og Teams

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja skerpa á notkun sinni á OneDrive og Teams. Þátttakendur verða að vera með aðgangur að Microsoft 365 umhverfi með OneDrive og Teams. Þátttakendur hafa aðgang að vefnámskeiðinu í eitt ár.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Fyrirlestrar
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Atli Thors
Kennari
Atli Thors
Kennari