Eigin úttektir í byggingaframkvæmdum

Verð fyrir félagsmenn
2.000 kr.
Verð
8.000 kr.
þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir starfsfólk fyrirtækja í byggingariðnaði sem þarf að gera eftirlitsáætlanir, útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum

Markmið:

Að þátttakendur fái þekkingu og þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Kröfur mannvirkjalaga og byggingareglugerðar til fyrirtækja, byggingastjóra og iðnmeistara um eigin úttektir
  • Gerð eftirlitsáætlana
  • Eigin útektir í byggingaframkvæmdum

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta framkvæmt eigin úttektir í byggingaframkvæmdum
  • Þekkja kröfur mannvirkjalaga og byggingareglugerðar varðandi eigin úttektir í byggingaframkvæmdum
  • Geta gert eftirlitsáætlanir og unnið með þær fyrir mismunandi verkþætti
  • Geta nýtt sér úttektareyðublöð sem henta eigin rekstri

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Eyjólfur Bjarnason
Kennari
Eyjólfur Bjarnason
Byggingatæknifræðingur

Eyjólfur er byggingatæknifræðingur frá Noregi. Hann hefur starfað sem öryggis- og gæðastjóri, ráðgjafi, bæjartæknifræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum hjá Iðunni.