Mannvirki í görðum

Verð fyrir félagsmenn
1.500 kr.
Verð
6.000 kr.
Farið er yfir helstu mannvirki i görðum

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum.

Markmið:

Þátttakendur fá grunnþekkingu á helstu mannvirkjum í görðum og framkvæmd þeirra.

Lýsing:

Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur hafa aðgang að vefnámskeiðinu í eitt ár.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Þátttakendur ljúka áhorfi á kennslufyrirlestra.
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Björn Jóhannsson
Kennari
Björn Jóhannsson
Björn Jóhansson, BA Hons, Dipl LA, MSc

Landslagsarkitekt hjá Urban Beat Design