Þetta námskeið er fyrir alla þá sem koma að markaðsmálum og vilja ná betri tökum á auglýsingaherferðum á Facebook og Instagram.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti sett upp herferð á samfélagsmiðlum og átti sig á öllum þeim möguleikum sem eru í boði.
Berglind Björk Kristjánsdóttir kennir á auglýsingakerfi Facebook. Berglind er sérfræðingur í markaðssamskiptum og hún er mjög reynd í að setja upp auglýsingaherferðir á Facebook og Instagram. Á þessu námskeiði deilir Berglind reynslu sinni og kennir á auglýsingakerfi Facebook. Hún mun fara yfir grunnatriðin og þá möguleika sem fólk notar minna og veit ekki af. Byrjað verður á því að fara yfir grunnstillingar og þá verður farið í að setja upp herferð á Facebook.