Auglýsingakerfi Facebook

Verð fyrir félagsmenn
3.500 kr.
Verð
14.000 kr.
Lærðu að setja upp auglýsingaherferðir á samfélagsmiðlum

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir alla þá sem koma að markaðsmálum og vilja ná betri tökum á auglýsingaherferðum á Facebook og Instagram. Kennari er Berglind Björk Kristjánsdóttir, sérfræðingur í markaðssamskiptum með víðtæka reynslu af því að setja upp herferðir á samfélagsmiðlum. Hún deilir sinni þekkingu og sýnir praktískar aðferðir sem nýtast strax í starfi.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti sett upp herferð á samfélagsmiðlum og átti sig á öllum þeim möguleikum sem eru í boði.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Uppsetningu og grunnstillingar auglýsingareikninga á Facebook
  • Val á markmiðum herferðar og skilgreiningu markhópa
  • Notkun myndefnis, texta og hönnunar í herferðum
  • Mælikvarða og greiningu árangurs (Analytics)
  • Lítt þekkt en öflug tól og eiginleika innan auglýsingakerfis Facebook
  • Hagnýt dæmi og ráðleggingar byggðar á reynslu kennara

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta sett upp auglýsingaherferð frá grunni á Facebook og Instagram
  • Þekkja helstu stillingar og aðferðir sem hafa áhrif á árangur herferða
  • Nýta sér fjölbreytta eiginleika auglýsingakerfisins sem oft fara framhjá notendum
  • Lesa úr niðurstöðum herferða og greina árangur með tilliti til markmiða

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Þátttakendur ljúka áhorfi á kennslufyrirlestra.
Tengiliður
Edda Jóhannesdóttir - [email protected]
Berglind Björk Kristjánsdóttir
Kennari
Berglind Björk Kristjánsdóttir