Eigna- og viðhaldsstjórnun

Verð fyrir félagsmenn
340.000 kr.
Verð
490.000 kr.
Alþjóðleg vottun í viðhaldsstjórnun – nútíma nálgun með fókus á árangur og rekstraröryggi.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, verkfræðingum, verkstjórum og sérfræðingum sem bera ábyrgð á viðhaldi, eignastýringu og rekstraröryggi – í fyrirtækjum, opinberum stofnunum og þjónustueiningum.

Markmið:

Að þátttakendur öðlist yfirgripsmikla þekkingu og hagnýt verkfæri í nútíma viðhaldsstjórnun og eignastýringu, og verði færir um að bæta árangur viðhaldsstarfa með stefnumótandi hætti.

Lýsing:

Námskeiðið er haldið í samstarfi við EVS – Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands og Idhammar. Það veitir djúpa innsýn í viðhaldsstjórnun með áherslu á evrópska staðla (EN 13306 & EN 17007), bilanagreiningu, eignastýringu og stafrænar lausnir. Kennt er á ensku og námskeiðið samanstendur af þremur hlutum – tveimur staðlotum og einni fjarlotu – með blöndu af fyrirlestrum, umræðum og verkefnum. Þátttakendur fá þekkingarvottorð EFNMS Pass við lok námskeiðs og geta síðar tekið EFNMS-vottunarpróf.

Skipulag námskeiðsins:

  • Hluti 1 (2.–3. september, Reykjavík): Grunnstoðir viðhalds, EN staðlar, áreiðanleiki og bilanagreining
  • Hluti 2 (16.–17. september, fjarnám): Viðhaldsstefnur, TPM, iðnaður 4.0, kostnaður og upplýsingakerfi
  • Hluti 3 (6.–7. október, Reykjavík): Stefnumótun, breytingastjórnun, öryggi og stafrænt viðhald

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er kennt á ensku af sérfræðingum frá Idhammar. Próftaka fyrir EFNMS Certificate er ekki innifalin í námskeiðsgjaldi og verður auglýst sérstaklega.

Hagnýtar upplýsingar:

  • Lengd: 48 klst.
  • Kennarar: Kennarar frá Idhammar
  • Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 og Zoom (fjarnám)
  • Dagskrá:
    • 2.–3. september 2025 (staðnám)
    • 16.–17. september 2025 (fjarnám)
    • 6.–7. október 2025 (staðnám)
  • Verð: 490.000 kr.
  • Verð fyrir félagsaðila: 340.000 kr.

Stutt áhættugreining:

Námskeiðið felur ekki í sér verklega þátttöku og áhættustig er lágt. Hins vegar snýr efnið að stefnumótandi þáttum sem hafa áhrif á öryggi og nýtingu tækja, rekstraröryggi og langtímahagkvæmni. Skilningur og beiting þeirra verkfæra sem kynnt eru getur haft bein áhrif á áhættustjórnun og árangur í rekstri.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Athugið að suma daga er kennt annarsstaðar, sjá dagsetningar fyrir neðan.

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
2. september 2025 kl: 09:00 - 17:00
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
3. september 2025 kl: 09:00 - 17:00
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
16. september 2025 kl: 09:00 - 17:00
Fjarnám
17. september 2025 kl: 09:00 - 17:00
Fjarnám
6. október 2025 kl: 09:00 - 17:00
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
7. október 2025 kl: 09:00 - 17:00
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Ekki er hægt að nota gjafabréf á þessu námskeiði.
Kennari
Kennarar frá Idhammar
Sérfræðingar í eigna- og viðhaldsstjórnun