Þetta námskeið hentar öllum sem vinna með umbrot, ljósmyndun, myndvinnslu, grafíska hönnun eða annað sjónrænt efni þar sem nákvæmni í litum skiptir máli.
Við eyðum mestum tíma með myndirnar okkar á skjánum – að vinna með þær, fínpússa og deila þeim. En ef skjárinn sýnir ekki rétta liti, hvernig getum við þá treyst því að myndirnar okkar líti út eins og við viljum?
Á þessu námskeiði kynnir Art Suwansang einfaldar og árangursríkar aðferðir til litakalibreringar. Þú lærir að setja upp skjáinn þinn á réttan hátt, hvaða tæki og stillingar skila raunverulegri litaupplifun – og hvers vegna vélbúnaðarkalibrering getur skipt öllu máli, sérstaklega ef þú ætlar að skila af þér góðu prentverki.
Art Suwansang sérfræðingur í litastýringu og kalibreringu kennir á þessu námskeiði. Siggi Ármanns hönnuður verður honum til halds og trausts. Endilega komið með ykkar eigin fartölvur ef þið viljið láta líta á litastillingar.