Þetta námskeið er fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar og stýra byggingarframkvæmdum í samræmi við samþykktir, lög og reglur.
Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur sem byggingarstjórar.
Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld. Farið yfir hlutverk byggingarstjóra við verkframkvæmdir og meðhöndlun uppdrátta, lög, reglugerðir, tryggingar og tryggingaslit. Kynnt gildi og framkvæmd úttekta, s.s. áfanga-, fokheldis-, stöðu- og lokaúttekta. Fjallað er um gæðakerfi byggingarstjóra.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Jón Freyr er með meistarapróf í stjórnun og rekstri, kennsluréttindi og hefur víðtæka reynslu af gæða- og öryggisstjórnun, verkefnastjórnun, rekstri og innleiðingu gæðakerfa.
Hann er sérfræðingur í gæðastýringu, öryggismálum og umbótastarfi, með yfirgripsmikla stjórnunarreynslu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og verktaka- og ráðgjafarfyrirtækjum. Hann hefur leitt innleiðingu og uppbyggingu vottaðra gæðakerfa samkvæmt ISO 9001, ISO 45001 og ISO 27001 staðlinum og stýrt umbótaverkefnum með skýra áherslu á árangur og öryggi.
Þórhallur er blikksmiður, iðnrekstrarfræðingur og iðnaðartæknifræðingur. Hann starfaði við sölu á stáli, málmum og byggingarvörum í 30 ár. Í dag starfar hann við markaðseftirlit með byggingarvörum hjá HMS.