Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja öðlast færni í að viðhalda og sinna grunnviðgerðum á reiðhjólum – hvort sem það eru iðnaðarmenn, foreldrar eða áhugafólk um hjól. Ekki er gerð krafa um fyrri reynslu af reiðhjólaviðgerðum.
Að þátttakendur öðlist grunnfærni í viðhaldi og einföldum viðgerðum á reiðhjólum og geti sinnt öryggisskoðun.
Þetta er þriggja kvölda staðnámskeið sem veitir þátttakendum innsýn í almennar viðgerðir og viðhald reiðhjóla. Fyrsta kvöldið fer fram fræðsla og undirbúningur, en síðari kvöldin eru verkleg – hver þátttakandi vinnur með sitt eigið hjól í einstaklingsmiðaðri vinnustöð með aðstoð kennara eftir þörfum.
Lögð er áhersla á þátttöku, virkni og góða stemningu. Kennt er í litlum hópi þar sem hverjum þátttakanda er sinnt af natni.
Hagnýtar upplýsingar:
Stutt áhættugreining:
Lágmarksáhætta tengist notkun á handverkfærum og smáhlutum. Tryggt er að þátttakendur noti viðeigandi öryggisbúnað (hlífðargleraugu og hanska). Vinnuumhverfi er öruggt og kennari veitir leiðsögn í öllum verklegum þáttum.
Athugið að suma daga er kennt annarsstaðar, sjá dagsetningar fyrir neðan.