Hjólaviðgerðir

Í samstarfi við Rafmennt Stórhöfða 27
Verð fyrir félagsmenn
14.900 kr.
Verð
39.900 kr.
Lærðu að sinna hjólinu þínu sjálfur – í öruggu umhverfi undir leiðsögn fagmanns.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja öðlast færni í að viðhalda og sinna grunnviðgerðum á reiðhjólum – hvort sem það eru iðnaðarmenn, foreldrar eða áhugafólk um hjól. Ekki er gerð krafa um fyrri reynslu af reiðhjólaviðgerðum.

Markmið:

Að þátttakendur öðlist grunnfærni í viðhaldi og einföldum viðgerðum á reiðhjólum og geti sinnt öryggisskoðun.

Lýsing:

Þetta er þriggja kvölda staðnámskeið sem veitir þátttakendum innsýn í almennar viðgerðir og viðhald reiðhjóla. Fyrsta kvöldið fer fram fræðsla og undirbúningur, en síðari kvöldin eru verkleg – hver þátttakandi vinnur með sitt eigið hjól í einstaklingsmiðaðri vinnustöð með aðstoð kennara eftir þörfum.

Lögð er áhersla á þátttöku, virkni og góða stemningu. Kennt er í litlum hópi þar sem hverjum þátttakanda er sinnt af natni.

Aðrar upplýsingar:

  • Ekki þarf forkunnáttu, en þátttakendur þurfa að geta lyft hjólinu sínu í viðgerðastand.
  • Hver kemur með sitt eigið hjól – helst gírahjól í nothæfu ástandi. Hjól með innbyggðum gírum henta síður.
  • Nauðsynlegt er að tilgreina hjólatýpu við skráningu, eða óska eftir að fá hjól lánað.
  • Innifalið í verði:
    • Notkun á verkfærum og búnaði
    • Öryggisbúnaður (hlífðargleraugu og einnota hanskar)
    • Grunnvarahlutir (barkar, vírar, vírendar), olíur og smurefni
  • Aðrir íhlutir og varahlutir eru ekki innifaldir en reynt verður að útvega þá í samráði við þátttakendur.
  • Aðeins 6 pláss í boði – skráðu þig tímanlega!

Hagnýtar upplýsingar:

  • Dagsetningar: 6., 7. og 13. maí
  • Tímasetning: Kl. 17:30 – 20:30
  • Lengd: 9 klst.
  • Kennari: Hugi Jónsson, fyrir hönd Rafmennt
  • Námsmat: Þátttaka og verkefnavinna
  • Staðsetning: Rafmennt, Stórhöfði 27, 1. hæð
  • Verð:
    • Fullt verð: 39.900 kr.
    • Verð fyrir félagsmenn Iðunnar: 14.900 kr.
  • Tengiliður: Valdís Axfjörð Snorradóttir – [email protected]

Stutt áhættugreining:

Lágmarksáhætta tengist notkun á handverkfærum og smáhlutum. Tryggt er að þátttakendur noti viðeigandi öryggisbúnað (hlífðargleraugu og hanska). Vinnuumhverfi er öruggt og kennari veitir leiðsögn í öllum verklegum þáttum.

Staðsetning
None

Athugið að suma daga er kennt annarsstaðar, sjá dagsetningar fyrir neðan.

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
6. maí 2025 kl: 17:30 - 20:30
Rafmennt, Stórhöfði 27, 1. hæð, Stórhöfði 27, 110 Reykjavík
Námsmat
Þátttaka og viðgerðir
Tengiliður
Valdís Axfjörð - [email protected]