Fusion 360

Verð fyrir félagsmenn
1.875 kr.
Verð
7.500 kr.
Frábært námskeið fyrir þá sem vilja teikna í tölvu án mikils tilkostnaðar.

Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar öllum sem vilja læra að teikna í tölvu með einföldum og aðgengilegum hætti án mikils kostnaðar. Sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur og fagfólk í málm- og véltæknigreinum, en nýtist einnig vel þeim sem hafa áhuga á hönnun og vilja færa hugmyndir sínar í teikningar og þrívídd.

Markmið:
Að kenna þátttakendum að nýta Fusion 360 teikniforritið á skilvirkan hátt til að skapa, vista og undirbúa teikningar fyrir þrívíddarprentun. Einnig að veita innsýn í hönnunarferla sem tengjast málm- og vélaiðnaði.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Uppsetningu og skráningu í Fusion 360
  • Grunnatriði í þrívíddarteikningu: skissugerð, togun, vörpun, fylki, göt og vinnulínur
  • Vistun skráa fyrir þrívíddarprentun
  • Gerð vinnuteikninga
  • Fjötrun, málmbeygjur og samskeytingu
  • Einföld hreyfimyndagerð
  • Teikniaðferðir sem nýtast í málmiðnaði

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta sett upp og virkjað Fusion 360 teikniforritið
  • Hafa færni í að búa til grunnskissur og umbreyta þeim í þrívíddarlíkön
  • Geta vistað og undirbúið teikningar fyrir þrívíddarprentun
  • Nýta helstu aðgerðir og eiginleika forritsins við hönnun og samsetningu

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennari
Ingi Bekk