Alla bílstjórar með réttindi í flokkum C, C1, D og D1 sem vilja viðhalda atvinnuréttindum sínum. Þetta námskeið flokkast undir hlutann umhverfi.Hér geta bílstjórarar skoðað sína stöðu gagnvart námskeiðum. Ef engin námskeið birtast, eru engin námskeið í gildi eða hafa ekki verið skráð af námskeiðshöldurum.
Bílstjórinn þekki hugmyndafræði vistaksturs og með hvaða hætti hann getur lágmarkað eldsneytiseyðslu og umhverfismengun og hámarkað öryggi sitt og annarra í umferðinni með réttu aksturslagi. Að því er stefnt að bílstjórinn: Skilji mikilvægi mengunarvarna og umhverfisverndar, þekki virkni vélarinnar og þau efni sem valda hvað mestum skaða í umhverfinu, aki með vistvænum hætti þannig að hann geti lágmarkað eldsneytiseyðslu, t.d. með skynsamlegri notkun vélarafls og hemla, aki af öryggi og framsýni og geti greint vísbendingar um hættur í umferðinni.
Atvinnubílstjórar sem aka bílum í flokkum C, C1, D og D1 þurfa að að ljúka fimm endurmenntunarnámskeiðum á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun til að fá tákntöluna 95 í skírteinið sitt. Mikil ábyrgð hvílir á bílstjórum stórra ökutækja en markmið námskeiðanna er að efla atvinnubílstjóra sem fagstétt og auka umferðaröryggi. 95 tákntalan gerir bílstjórum kleift að starfa við akstur innan EES svæðisins. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Samgöngustofu
Námskeiðið er kennt bæði í stofu og í streymi á netinu.