CE merkingar byggingavara

Í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Verð fyrir félagsmenn
200 kr.
Verð
1.000 kr.

Fyrir hvern:

Þetta námskeið er fyrir starfsmenn verktakafyrirtækja, iðnmeistara, hönnuði og aðra sem annast val og innkaup á byggingarvörum.

Markmið:

Tilgangur þess að þátttakendur kunni skil á CE merkingum á byggingavörum, reglur um þær og geti hagað innkaupum í samræmi við þær.

Lýsing:

Fjallað er um lög um byggingavörur og kröfur um CE merkingar í þeim og hvað þær merkja.  Einnig um samhæfða staðla og gildi þeirra.  Ennfremur um um eiginleika byggingavara sem ber að staðfesta þegar samhæfður staðall er ekki fyrir hendi.

Annað:

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

11. nóvember 2025 kl: 09:00 - 12:00
Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
Námsmat
Mæting
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Þórhallur Óskarsson
Kennari
Þórhallur Óskarsson
Sérfræðingur HMS

Þórhallur er blikksmiður, iðnrekstrarfræðingur og iðnaðartæknifræðingur.  Hann starfaði við sölu á stáli, málmum og byggingarvörum í 30 ár. Í dag starfar hann við markaðseftirlit með byggingarvörum hjá HMS.