Raki og mygla í húsum 1

Verð fyrir félagsmenn
10.000 kr.
Verð
40.000 kr.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að fást við raka og myglu í húsum.

Markmið:

Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á þessu sviði til að fást við vandamál sem stafa af völdum raka og myglu.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum.
  • Helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum.
  • Helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum.og hvernig megi koma í veg fyrir þau.
  • Loftun og útreikninga á rakastreymi gegnum byggingarhluta.
  • Byggingarraka og greiningu rakaskemmda.
  • Lífsskilyrði myglusveppa, hvar þeir þrífast, hvernig má finna þá og uppræta.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu orsakir leka í húsum og hvað veldur þeim.
  • Þekkja afleiðingar raka í húsnæði í formi myglusveppa.
  • Geta greint helstu gerðir myglu í húsum.
  • Þekkja loftun byggingarhluta.

Annað:

Þetta námskeið er þar fyrsta af þremur um raka og myglu í húsum.

Staðsetning
Rafmennt, Stórhöfði 27, 1. hæð, Stórhöfði 27, 110 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám með möguleika á fjarnámi
2. október 2025 kl: 13:00 - 19:00
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennarar
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Líffræðingar
Kristinn Alexandersson
Kristinn Alexandersson
Byggingatæknifræðingur