Námskeiðið hentar öllum sem vilja eða þurfa að vinna á réttindarskyldum vinnuvélum, námskeiðið veitir bókleg réttindi á allar gerðir vinnuvéla. Full réttindi fást eftir, verklega þjálfun og stöðumat.
Að veita þátttakendum bóklega þekkingu og réttindi til að hefja verklega þjálfun á öllum vinnuvélum sem eru réttindaskyldar á Íslandi.
Grunnnámskeið vinnuvéla – einnig þekkt sem „stóra námskeiðið“ – fer fram sem sveigjanlegt vefnám þar sem þátttakendur geta hafið nám hvenær sem er og lært á eigin hraða. Námsefnið samanstendur af stuttum fyrirlestrum, ítarefni og krossaspurningaverkefnum sem þarf að leysa til að komast áfram. Lokapróf er haldið í kennslustofu eða í fjarnámsmiðstöð í samráði við þátttakanda.
Uppbygging námskeiðs:
Iðan er í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf. Skólinn var stofnaður í desember 2021 af Eggerti Björgvinssyni, Guðmundi Kjerúlf og Leifi Gústafssyni og býður upp á fjölda vinnuverndar- og vinnuvélanámskeiða. Félagsmenn Iðunnar njóta sérkjara hjá Vinnuverndarnámskeið ehf þegar skráning fer fram hjá Iðunni.