Grunnnámskeið vinnuvéla – „Stóra vinnuvélanámskeiðið“

Í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf
Verð fyrir félagsmenn
20.000 kr.
Verð
70.000 kr.
Grunnnámskeið vinnuvéla veitir öll bókleg vinnuvélaréttindi – byrjaðu strax og lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar öllum sem vilja eða þurfa að vinna á réttindarskyldum vinnuvélum, námskeiðið veitir bókleg réttindi á allar gerðir vinnuvéla. Full réttindi fást eftir, verklega þjálfun og stöðumat.

Markmið:

Að veita þátttakendum bóklega þekkingu og réttindi til að hefja verklega þjálfun á öllum vinnuvélum sem eru réttindaskyldar á Íslandi.

Lýsing:

Grunnnámskeið vinnuvéla – einnig þekkt sem „stóra námskeiðið“ – fer fram sem sveigjanlegt vefnám þar sem þátttakendur geta hafið nám hvenær sem er og lært á eigin hraða. Námsefnið samanstendur af stuttum fyrirlestrum, ítarefni og krossaspurningaverkefnum sem þarf að leysa til að komast áfram. Lokapróf er haldið í kennslustofu eða í fjarnámsmiðstöð í samráði við þátttakanda.

Uppbygging námskeiðs:

  • 1–2: Kynning, vinnuverndarlög og reglugerðir, sálfélagslegt vinnuumhverfi
  • 3–5: Eðlisfræði, vélfræði, vökvafræði og stöðugleiki vinnuvéla
  • 6–10: Kranatækni (A–D skráningarflokkar)
  • 11–16: Jarðvinnuvélar (E–I skráningarflokkar)
  • 17–18: Lyftitæki og lyftarar (J–K)
  • 19: Vélbúnaður á vegum og í iðnaði (L–M)
  • Lokaorð og próf: Undirbúningur og framkvæmd bóklegs prófs

Aðrar upplýsingar:

  • Bóklegt lokapróf er haldið reglulega í Rafmennt, Stórhöfða 27, Reykjavík og á landsbyggðinni í samstarfi við fjarnámsmiðstöðvar.
  • Verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnustöðum undir leiðsögn leiðbeinanda með kennsluréttindi. Vinnueftirlitið gefur út vinnuvélaskírteini að lokinni verklegri þjálfun og prófi.
  • Námsefnið má horfa á og verkefni leysa eins oft og hver vill.
  • Námskeiðið byggir á samþykktri námskrá Vinnueftirlitsins.
  • Námskeiðið veitir réttindi á alla 14 flokka vinnuvéla sem réttindaskyldar eru á Íslandi.

Hagnýtar upplýsingar:

  • Lengd: Breytileg, nemandi stýrir hraðanum sjálfur
  • Námsmat: Verkefnavinna og bóklegt lokapróf
  • Kennari: Vinnuverndarnámskeið ehf
  • Staðsetning: Fjarnám + bóklegt próf í kennslustofu eða fjarnámsmiðstöð

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
19. desember 2025 kl: 13:00 - 14:00
Námsmat
Verkefnavinna og lokapróf
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennarar frá Vinnuverndar­námskeið ehf
Kennari
Kennarar frá Vinnuverndar­námskeið ehf
Sérfræðingar í öryggis- og vinnuverndarstarfi á vinnustöðum

Iðan er í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf. Skólinn var stofnaður í desember 2021 af Eggerti Björgvinssyni, Guðmundi Kjerúlf og Leifi Gústafssyni og býður upp á fjölda vinnuverndar- og vinnuvélanámskeiða. Félagsmenn Iðunnar njóta sérkjara hjá Vinnuverndarnámskeið ehf þegar skráning fer fram hjá Iðunni.