Stefnumót við hönnuð-Möguleikar Illustrator

Verð fyrir félagsmenn
9.000 kr.
Verð
36.000 kr.
Hvernig nýta hönnuðir sér Illustrator og hvernig spilar forritið saman við önnur Adobe-forrit? Hver er þróunin í notkun þess með tilkomu gervigreindar og hvaða skemmtilegu möguleika býður forritið upp á í hönnunarvinnu? Þessum spurningum mun Björn Þór Björnsson grafískur hönnuður svara .

Fyrir hverja:

Þetta námskeið hentar öllu fagfólki í prent- og auglýsingaiðnaði sem hefur áhuga á hönnun og þróun í umbroti.

Markmið:

Markmið þessa námskeiðs er að uppfæra grunnþekkingu fólks á Illustrator forritinu og kynnast fleiri möguleikum þess í gegnum vinnu Björns Þórs Björnssonar grafísks hönnuðar sem hefur um árabil notað Illustrator sem sitt helsta vinnutæki. 

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hvernig hönnuðir nýta sér Illustrator og hvernig forritið spilar saman við önnur Adobe-forrit.
  • Þróunina í notkun Illustrator með tilkomu gervigreindar.
  • Skemmtilega möguleika sem forritið býður upp á í hönnunarvinnu.
  • Nýjustu útgáfu Illustrator.
  • Reynslu kennara af vinnu í forritinu og nýleg verkefni sem hann vann í því.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Skilið möguleika Illustrator í hönnunar- og umbrotsvinnu.
  • Kynnt sér eiginleika forritsins í nýjustu útgáfu og þá sér í lagi möguleika sem nýta sér gervigreind.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur fá aðgang að Adobe Illustrator og tengdum forritum í tölvubúnaði Iðunnar fræðsluseturs. Fjarnemar þurfa hins vegar sjálfir að hafa aðgang að Illustrator. 

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám með möguleika á fjarnámi
22. september 2025 kl: 18:00 - 21:00
25. september 2025 kl: 18:00 - 21:00
Námsmat
Mæting og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Björn Þór Björnsson
Kennari
Björn Þór Björnsson
Björn Þór Björnsson grafískur hönnuður

Björn Þór Björnsson grafískur hönnuður er með sérþekkingu á Illustrator forritinu.