Þetta námskeið hentar öllu fagfólki í prent- og auglýsingaiðnaði sem hefur áhuga á hönnun og þróun í umbroti.
Markmið þessa námskeiðs er að uppfæra grunnþekkingu fólks á Illustrator forritinu og kynnast fleiri möguleikum þess í gegnum vinnu Björns Þórs Björnssonar grafísks hönnuðar sem hefur um árabil notað Illustrator sem sitt helsta vinnutæki.
Þátttakendur fá aðgang að Adobe Illustrator og tengdum forritum í tölvubúnaði Iðunnar fræðsluseturs. Fjarnemar þurfa hins vegar sjálfir að hafa aðgang að Illustrator.
Björn Þór Björnsson grafískur hönnuður er með sérþekkingu á Illustrator forritinu.