Merking vinnusvæða

Í samstarfi við Opni háskólinní Háskólanum í Reykjavík
Verð fyrir félagsmenn
24.000 kr.
Verð
101.000 kr.

Fyrir hvern:

Námskeiðið er ætlað þeim verkkaupum, hönnuðum, verktökum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði.

Markmið:

Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarenda.

Á namskeiðinu verður fjallað um:

Námskeiðið er um hönnun og útfærslu á merkingum fyrir umferð vegna framkvæmda. Það er mikilvægt að slíkar merkingar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum og vegfarendum.  Farið yfir helstu þætti sem þarf að hafa í huga á vinnusvæðum, eins og umferðarstjórn, lagaumhverfi, öryggisbúnað og merkingar, eftirlit og fleira.

Starfsmenn Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar sem koma að merkingu vinnusvæða ásamt verktökum, hönnuðum og eftirlitsmönnum sem tengjast verkefnum á þeirra vegum verða að ljúka þessu námskeiði. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.

Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi efnisþætti: 

  • Lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun og tegundir, umferðarstjórn.
  • Vinnusvæðið, umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit.
  • Rammareglur um merkingar vinnusvæðis / framkvæmdasvæðis.
  • Varnar- og merkingarbúnaður, ljósabúnaður, merkjavagnar, vinnutæki og öryggisbúnaður.
  • Lagnavinna o.fl., leyfisskyldar framkvæmdir á vegsvæðum.
  • Vinnustaðamerkingar á tveggja til sex akreina vegum og við staðbundna/hreyfanlega vinnu.
  • Magntaka, kostnaðaráætlanir, gæðaúttektir og févíti.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja lög og reglugerðir um flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun og tegundir, umferðarstjórn. Einnig rammareglur um merkingar vinnusvæðis / framkvæmdasvæðis.
  • Geta skipulagt vinnusvæði, sett umgengnisreglur og annast framkvæmd og eftirlit.
  • Geta sett upp varnar- og merkingarbúnað, ljósabúnað, merkjavagna og öryggisbúnað.
  • Sett upp vinnustaðamerkingar á tveggja til sex akreina vegum og við staðbundna/hreyfanlega vinnu.
  • Geta magntekið og gert kostnaðaráætlanir og gæðaúttektir.

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er haldið af Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík.

Í lok námskeiðsins þreyta þátttakendur próf til réttinda. Þeir þátttakendur sem standast prófið frá prófskírteini sem gildir í 5 ár. Þeir sem eru með skírteini eldra en 5 ára þurfa að endurnýja sín á þessu námskeiði, en boðið er upp á styttra námskeið til endurnýjunar réttinda, fyrir þá sem eru með skírteini síðan fyrir 5 árum eða skemur.

Staðsetning
Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1, 102 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
27. október 2025 kl: 09:00 - 17:00
28. október 2025 kl: 09:00 - 17:00
Námsmat
Próf
Tengiliður
Edda Jóhannesdóttir - [email protected]
Ekki er hægt að nota gjafabréf á þessu námskeiði.
Kennari
Kennarar Opna háskólans