Námskeiðið er ætlað þeim verkkaupum, hönnuðum, verktökum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði.
Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarenda.
Námskeiðið er um hönnun og útfærslu á merkingum fyrir umferð vegna framkvæmda. Það er mikilvægt að slíkar merkingar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum og vegfarendum. Farið yfir helstu þætti sem þarf að hafa í huga á vinnusvæðum, eins og umferðarstjórn, lagaumhverfi, öryggisbúnað og merkingar, eftirlit og fleira.
Starfsmenn Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar sem koma að merkingu vinnusvæða ásamt verktökum, hönnuðum og eftirlitsmönnum sem tengjast verkefnum á þeirra vegum verða að ljúka þessu námskeiði. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.
Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi efnisþætti:
Námskeiðið er haldið af Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík.
Í lok námskeiðsins þreyta þátttakendur próf til réttinda. Þeir þátttakendur sem standast prófið frá prófskírteini sem gildir í 5 ár. Þeir sem eru með skírteini eldra en 5 ára þurfa að endurnýja sín á þessu námskeiði, en boðið er upp á styttra námskeið til endurnýjunar réttinda, fyrir þá sem eru með skírteini síðan fyrir 5 árum eða skemur.