Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í stálsmíði

Verð fyrir félagsmenn
35.000 kr.
Verð
35.000 kr.
Námskeið sem styrkir verklega og fræðilega færni til að standast sveinspróf í stálsmíði.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem stefna á að þreyta sveinspróf í stálsmíði og vilja skerpa á helstu verklegum og bóklegum þáttum sem koma fyrir á prófi.

Markmið:

Að efla færni þátttakenda í helstu vinnuaðferðum og tækni stálsmíði ásamt því að undirbúa þá markvisst fyrir sveinspróf.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Þjálfun í vinnu með teikningar og útflatninga
  • Æfingar í pinnasuðu
  • Æfingar í MIG/MAG-suðu
  • Æfingar í TIG-suðu
  • Æfingar í logsuðu
  • Yfirferð eldri prófa og dæma

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta lesið og túlkað teikningar og útflatninga
  • Beita réttum vinnuaðferðum við mismunandi suðuaðferðir (pinna-, MIG/MAG-, TIG-, og logsuðu)
  • Sýna færni í meðhöndlun logsuðuverkfæra
  • Þekkja helstu prófaform og verkefni sem koma fyrir á sveinsprófi
  • Vera betur í stakk búinn til að standast sveinspróf í stálsmíði

Aðrar upplýsingar:

  • Forkröfur: Hafa lokið stálsmíðanámi og ferilbók
  • Klæðnaður: Hlífðarfatnaður

Stutt áhættugreining:

Á námskeiðinu er unnið með suðutæki, loga og heitt efni. Áhersla er lögð á rétta notkun hlífðarbúnaðar og öryggisreglna.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
6. ágúst 2025 kl: 09:00 - 17:00
7. ágúst 2025 kl: 09:00 - 17:00
Námsmat
Bóklegar og verklegar æfingar
Tengiliður
Hilmar Brjánn Sigurðsson - [email protected]
Hilmar Brjánn Sigurðsson
Kennari
Hilmar Brjánn Sigurðsson
Hilmar Brjánn, Suðusérfræðingur IWS og vélvirki

Hilmar Brjánn, hefur unnið með málma, samsetningu þeirra og meðhöndlun alla sína starfsæfi. Unnið við þjálfun og kennslu í málmsuðu frá 2016.