Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem stefna á að þreyta sveinspróf í stálsmíði og vilja skerpa á helstu verklegum og bóklegum þáttum sem koma fyrir á prófi.
Að efla færni þátttakenda í helstu vinnuaðferðum og tækni stálsmíði ásamt því að undirbúa þá markvisst fyrir sveinspróf.
Á námskeiðinu er unnið með suðutæki, loga og heitt efni. Áhersla er lögð á rétta notkun hlífðarbúnaðar og öryggisreglna.
Hilmar Brjánn, hefur unnið með málma, samsetningu þeirra og meðhöndlun alla sína starfsæfi. Unnið við þjálfun og kennslu í málmsuðu frá 2016.