Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun

Verð fyrir félagsmenn
45.000 kr.
Verð
45.000 kr.
Styrktu verklega og fræðilega færni fyrir sveinspróf í vélvirkjun – öflugt undirbúningsnámskeið með verklegum æfingum og yfirferð prófefnis.

Fyrir hverja:

Fyrir nema í vélvirkjun sem stefna á að taka sveinspróf og vilja skerpa á helstu atriðum sem prófað er í.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að efla verklega og fræðilega færni þátttakenda og undirbúa þá sem best fyrir sveinspróf í vélvirkjun.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Bilanagreiningu
  • Slitmælingar
  • Pinnasuðu
  • MIG/MAG-suðu
  • TIG-suðu
  • Logskurð
  • Logsuðu og kveikingu
  • Yfirferð eldri sveinsprófa

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta framkvæmt grunnatriði bilanagreiningar á vélbúnaði
  • Framkvæma slitmælingar með viðeigandi tækjum og tólum
  • Beita réttum aðferðum við pinnasuðu, MIG/MAG-suðu, TIG-suðu og logsuðu
  • Meta eigin verklega hæfni í tengslum við prófkröfur sveinsprófs
  • Vera betur undirbúinn undir þau verkefni sem koma fyrir á sveinsprófi í vélvirkjun

Aðrar upplýsingar:

  • Forkröfur: Hafa lokið vélvirkjanámi og ferilbók
  • Klæðnaður: Vinnufatnaður og viðeigandi öryggisbúnaður (vinnuskór, hlífðargleraugu, hanskar)

Stutt áhættugreining:

Áhætta tengjast aðallega vinnu með logsuðu, rafsuðu og vélbúnað. Notkun viðeigandi hlífðarbúnaðar er skilyrði. Öryggisleiðbeiningar verða kynntar í upphafi námskeiðs og fylgt eftir alla námskeiðstímann.

Staðsetning
Verkmenntaskólinn á Akureyri, Hringteig 2, 600 Akureyri

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
19. ágúst 2025 kl: 09:00 - 17:00
20. ágúst 2025 kl: 09:00 - 17:00
21. ágúst 2025 kl: 09:00 - 17:00
Námsmat
Verkefnavinna og úrlausn prófa
Tengiliður
Hilmar Brjánn Sigurðsson - [email protected]
Hilmar Brjánn Sigurðsson
Kennari
Hilmar Brjánn Sigurðsson
Hilmar Brjánn, Suðusérfræðingur IWS og vélvirki

Hilmar Brjánn, hefur unnið með málma, samsetningu þeirra og meðhöndlun alla sína starfsæfi. Unnið við þjálfun og kennslu í málmsuðu frá 2016.