Námskeiðið hentar öllum sem vilja læra myndvinnslu í Adobe Premiere Pro frá grunni – og þurfa að kunna skil á stafrænni miðlun í starfi eða eigin verkefnum.
Að þátttakendur öðlist færni til að vinna sjálfstætt með myndbönd í Adobe Premiere Pro – frá innflutningi efnis til klippingar, textasetningar, hljóðvinnslu og útflutnings – með það að markmiði að geta skapað eigið efni til birtingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
• Grunnatriði í viðmóti og uppsetningu Adobe Premiere Pro • Innflutning og skipulagningu myndefnis og hljóðs • Klippingu, snyrtingu og röðun myndefnis á tímalínu • Notkun stíla (effects) og litaleiðréttinga • Texta, titla og hreyfingar (motion graphics) • Grunnatriði í hljóðvinnslu og samræmingu hljóðs við mynd • Samspil við önnur Adobe forrit • Útflutning á fullunnu myndbandi fyrir mismunandi miðla (t.d. vef, samfélagsmiðla, auglýsingar)
• Geta nýtt umbreytingar, texta og áhrif til að styrkja frásögn • Geta samhæft myndefni, hljóð og grafík í samfellda frásögn • Geta stillt útflutning fyrir ólíkar miðlunarleiðir (t.d. HD, web, vertical video) • Geta nýtt vinnuferla til að skipuleggja og halda utan um verkefni • Geta unnið sjálfstætt í Adobe Premiere Pro og klippt einfalt myndband
Nemendur þurfa að hafa aðgang að Adobe Premiere Pro til að geta tekið þátt í námskeiðinu.