Lífsferilsgreiningar fyrir byggingar - LCA

Verð fyrir félagsmenn
12.000 kr.
Verð
48.000 kr.
Námskeið um gerð og skil lífsferilsgreininga sem skylt er að skila inn með umsóknum um byggingaleyfi

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir fólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem kemur að efnisvali og framkvæmdum bygginga og mannvirkja, lífsferilgreining á byggingu kemur að öllu efnismagni byggingarinnar og tengist því þverfaglega inn á mismunandi hönnunarsvið.

Markmið:

Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.

Innihald:

Á námskeiðinu skoðum við hvernig lífsferilgreiningar tengjast sjálfbærninni og hringrásarhagkerfinu, sjáum hvernig er hægt að taka heildstæðar ákvarðanir um efnisval og því lágmarka kolefnisspor og skaðleg áhrif á umhverfið. Fjallað verður um umhverfisvottanir og hvernig þær hafa verið leiðandi í að setja auknar kröfur á hönnun bygginga hvað varðar gæði og sjálfbærni, þar eru sem dæmi kröfur í bæði BREEAM og Svansvottun sem tengjast lífsferilsgreiningum.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Grunnatriði sjálfbærni í byggingariðnaði
  • Hvað er LCA?
  • Hringrásarhagkerfið
  • Umhverfisvottanir: BREEAM og Svanurinn
  • EPD umhverfisyfirlýsingar
  • LCA verkefni sem unnið verður í OneClick LCA

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja aðferðafræði hringrásagreininga.
  • Þekkja grundvallaratriði hringrásarhagkerfisins og umhverfisvottana.
  • Vera fær um að gera lífsferilsgreiningar .
  • Skila lífsferilsgreiningum til byggingaryfirvalda.

Annað:

Námskeiðið er verklegt að hluta til svo æskilegt er að þátttakendur taki með sér fartölvu.  Einnig er hægt að fá lánaða tölvu á kennslustað. Nánari upplýsingar um undirbúning verða sendar þátttakendum.

Nú er hafið innleiðingar tímabil lífsferilsgreininga fyrir byggingar á Íslandi og hægt er að byrja að skila inn lífsferilsgreiningum í skilagátt HMS, krafan um gerð lífsferilsgreiningar fyrir byggingar tekur formlegt gildi 1. September 2025, sjá nánari upplýsingar hér og hér.

Leiðbeiningar síða HMS fyrir lífsferilsgreiningar, mælt er með því þátttakendur skoði gróflega efnið á síðunni fyrir námskeiðið en fjallað verður sérstaklega um það hvernig eigi að gera lífsferilgreiningar á Íslandi í samræmi við þessar leiðbeiningar á námskeiðinu.

Námskeiðið verður kennt í tvennu lagi með viku millibili, fyrri dagurinn verður frá 13-17 og seinni 13-15

  • Mikilvægt er að mæta báða dagana og ekki er hægt að mæta bara seinni daginn
  • Mæta með tölvu, engan sérstakan hugbúnað við þurfum bara nettengingu

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
4. september 2025 kl: 13:00 - 17:00
9. september 2025 kl: 13:00 - 15:00
Námsmat
None
Tengiliður
Edda Jóhannesdóttir - [email protected]
Kennarar
Helga María Adolfsdóttr
Helga María Adolfsdóttr
Byggingafræðingur

Helga María er byggingafræðingur með sérhæfingu í lífsferilsgreiningum og umhverfisvænum lausnum innan byggingariðnaðarins.

Hún lauk námi í byggingafræði í Danmörku árið 2019 og hefur einbeitt sér að verkefnum sem snúa að umhverfisvottunum, lífsferilsgreiningum bygginga, aðgengismálum og hringrásarlausnum. Helga María leggur áherslu á heildstæða nálgun sem stuðlar að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð í hönnun og framkvæmd byggingarverkefna.

Lilja Sigurrós Davíðsdóttir
Lilja Sigurrós Davíðsdóttir
Byggingaverkfræðingur M.Sc

Lilja er byggingarverkfræðingur og starfar hjá VSÓ Ráðgjöf á verkefnastjórnunarsviði. Hún sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa m.a. að sjálfbærni, lífsferilsgreiningum og vottunarkerfum bygginga.