Virkniskoðun gæðastjórnunarkerfa skref fyrir skref

Verð fyrir félagsmenn
1.250 kr.
Verð
5.000 kr.
Á námskeiðinu er rýnt í gátlista sem er settur fyrir þegar virkniskoðun gæðakerfa á sér stað. Útskýrt í einföldu máli hvað er átt við í hverjum lið fyrir sig.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og aðra eftirlitsskylda fagaðila í byggingariðnaði sem eru með gæðakerfi.

Markmið:

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur viti út á hvað virkniskoðun gæðakerfis gengur og hvernig hún er framkvæmd.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Gátlista virkniskoðana gæðakerfa.
  • Skráningu upplýsinga um verk.
  • Úttektir.
  • Hæfni verkaðila.
  • Innra eftirlit.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Vita hvernig virkniskoðun gæðakerfa fer fram.
  • Þekkja gátlista virkniskoðana.
  • Vita hvaða atriði þurfa að vera til staðar við virkniskoðun.

Annað:

Í námskeiðinu er notast við Ajour gæðastjórnunarkerfið en það er að sjálfsögðu hægt að styðjast við önnur gæðastjórnunarkerfi samhliða námskeiðinu.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Þátttakendur ljúka áhorfi á kennslufyrirlestra.
Jóhannes Unnar Barkarson
Kennari
Jóhannes Unnar Barkarson
Byggingafræðingur

Jóhannes er ráðgjafi hjá Ajour - system Island