Steinsteypa - frá hráefni til byggingar

Verð fyrir félagsmenn
3.000 kr.
Verð
12.000 kr.
Á þessu hnitmiðaða vefnámskeiði fer Guðni Jónsson byggingaverkfræðingur yfir mikilvæga þætti í framleiðslu og meðferð steypu.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn og annað starfsfólk í byggingariðnaði sem vill kynna sér framleiðsluferil steypu frá hráefni til byggingar.

Markmið:

Markmið með námskeiðinu er að upplýsa þátttakendur um helstu þætti í gerð og framleiðslu steinsteypu sem notuð er til mannvirkjagerðar.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Efnisfræði steinsteypu og hráefni sem notuð eru í sement og önnur efni sem þarf til steypugerðar.
  • Fylliefni í steinsteypu og eiginleika þeirra.
  • Framleiðslu steypu í steypustöð.
  • Styrkleika og veðrunarþol steypu.
  • Niðurlögn og titrun steinsteypu.
  • Útþornun steypu og yfirborðsmeðferð hennar. .
  • Frágangur og meðferð steyptra platna.
  • Niðurbrot og steypuskemmdir.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu efni sem notuð eru til steypugerðar.
  • Vita hvernig steinsteypa er framleidd.
  • Þekkja helstu atriði varðandi niðurlögn steinsteypu.
  • Kunna skil á útþornun og yfirborðsmeðferð steypu.
  • Vita hvað veldur niðurbroti og steypuskemmdum.

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur hafa aðgang að vefnámskeiðinu í eitt ár.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Þátttakendur ljúka áhorfi á kennslufyrirlestra.
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Guðni Jónsson
Kennari
Guðni Jónsson
Byggingaverkfræðingur og húsasmíðameistari