Upprifjunarnámskeið fyrir sveinspróf í bifvélavirkjun hópur 1

Verð fyrir félagsmenn
25.000 kr.
Verð
25.000 kr.
Ertu þú með allt á hreinu fyrir sveinsprófið?

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er fyrir þá sem eru að fara í sveinspróf í bifvélavirkjun.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er rifja upp ýmsa hluti sem þátttakendur hafa mögulega ekki unnið mikið við í sínu verknámi. Að mestu er áhersla lögð á rafmagnsfræði og bilanagreiningu. Á námskeiðinu verður fjallað um:

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Grunn hugtök rafmagnsfræðinnar.
  • Notkun mælitækja.
  • Lestur rafmagnsteikninga.
  • Mælingar í einföldum rafrásum (straumur, viðnám og spenna).
  • Einfalda bilanagreiningu í rafkerfum bifreiða.
  • Drifbúnað.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Getað lýst heltu hugtökum rafmagnsfræðinnar
  • Geta stillt mælitæki rétt og notað þau við mælingar í rafkerfum bifreiða.
  • Skilja virkni einfaldra rafkerfa og útskýra með lestri rafmagnsteikninga
  • Framkvæma einfalda bilanagreiningu.

Aðrar Upplýsingar:

Námskeiðinu er skipt upp í einn bóklegan dag og einn verklegan.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
19. september 2025 kl: 09:00 - 17:00
20. september 2025 kl: 09:00 - 17:00
Námsmat
verkefnavinna
Kennarar
Kristján M. Gunnarsson
Meistari í bifvélavirkjun
Sveinbjörn Björnsson