Ryðfrítt stál – suðuhæfni og eiginleikar

Verð fyrir félagsmenn
25.000 kr.
Verð
100.000 kr.
Árangursrík og örugg suða á ryðfríu stáli — tæknileg innsýn fyrir fagfólk.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar suðuverkfræðingum, suðueftirlitsmönnum, verkfræðingum, verkstjórum og öðrum sem starfa við suðu eða þurfa að meta og stjórna suðuaðferðum við ryðfrítt stálTUV UK Ltd - Stainless.

Markmið:

Að veita þátttakendum dýpri skilning á suðuhæfni og tækni við suðu á mismunandi gerðum ryðfríu stáli með áherslu á árangursríkar og öruggar aðferðir.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Helstu tegundir ryðfríu stáli: martensít, ferrít, austenít, PH og duplex ryðfrí stál
  • Áhrif samsetningar og eiginleika á val suðuferla
  • Val á suðuferlum og réttum efnum
  • Stjórnun hitainntaks til að forðast sprungur og tæring
  • Uppbyggingu samskeyta eftir suðu og hitasvæði rýnd
  • Notkun Schaeffler- og Delong-skýringarmynda
  • Orsakir sprungna og tæringar og hvernig forðast megi þær
    TUV UK Ltd - Stainless …TUV UK Ltd - Stainless

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Greina mismunandi gerðir af ryðfríu stáli og áhrif þeirra á suðuhæfni
  • Velja viðeigandi suðuferli og efni miðað við verkefni
  • Beita aðferðum til að stýra hitainntaki og lágmarka áhættu á sprungu- og tæringu
  • Nota Schaeffler- og Delong-skýringarmyndir til að meta samsetningu soðinna samskeyta
  • Meta suðugæði út frá málmvinnslueiginleikum og hitaháðum áhrifum

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku í samvinnu við sérfræðinga TUV UK L.td.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
18. nóvember 2025 kl: 09:00 - 16:00
Kennarar
Jacob Bailey
Jacob Bailey
Jacob Paul Bailey, MSc, CEng, MWeldI, MIMMM, IWE/EWE ISO3834 & CPR Scheme Manager

Starfar sem suðuverkfræðingur fyrir TÜV UK Ltd.

Hilmar Brjánn Sigurðsson
Hilmar Brjánn Sigurðsson
Hilmar Brjánn, Suðusérfræðingur IWS og vélvirki

Hilmar Brjánn, hefur unnið með málma, samsetningu þeirra og meðhöndlun alla sína starfsæfi. Unnið við þjálfun og kennslu í málmsuðu frá 2016.