3D prentun – vefnámskeið

Verð fyrir félagsmenn
5.000 kr.
Verð
20.000 kr.
Lærðu að byrja eða gera meira með 3D prentun úr plasti. Farið er yfir efni, aðferðir og verkfæri til að ná betri árangri.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að nýta 3D prentun, hvort sem þeir eru byrjendur eða vilja dýpka þekkingu sína á notkun prentara og undirbúningi gagna til prentunar.

Markmið:

Að þátttakendur öðlist skilning á möguleikum 3D prentunar og geti nýtt hana með markvissum hætti í leik og starfi. Þekki kosti og galla með þessari framleiðsluaðferð.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Helstu aðferðir 3D prentunar, saga og þróun tækninnar
  • Mismunandi slicer-hugbúnað, stillingar og notkun
  • Efni til þrívíddarprentunar s.s. prentþræði, eiginleika efna og val þeirra miðað við verkefni

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Greina helstu aðferðir við 3D prentun og sögu tækninnar.
  • Nota slicer-hugbúnað og stilla hann fyrir mismunandi verkefni
  • Undirbúa teikningar með hliðsjón af stuðningi (support), áferð og styrk í prentun
  • Velja viðeigandi prentefni út frá eiginleikum og tilgangi módelsins
  • Meta kosti og galla 3D prentunar samanborið við aðrar aðferðir

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Jóhannes Páll Friðriksson
Kennari
Jóhannes Páll Friðriksson
Sérfræðingur í 3D prentun

Jóhannes Páll Friðriksson, eigandi 3D verk