3D skönnun – Vefnámskeið

Verð fyrir félagsmenn
2.500 kr.
Verð
10.000 kr.
Lærðu að nýta þrívíddarskönnun til að auðvelda þér teiknivinnu og verkefnavinnslu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynnast möguleikum þrívíddarskönnunar, hvort sem er til einkanota, í iðnaði, hönnun eða viðhaldi.

Markmið:

Að veita þátttakendum innsýn í hvernig þrívíddarskönnun nýtist við að færa hluti í stafrænt form og hvernig unnið er með gögn úr skönnun.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Grunnatriði þrívíddarskönnunar og helstu notkunarmöguleika
  • Kosti þess að skanna hluti, nákvæmni mælinga
  • Stutt kynning á tegundum skanna og hugbúnaði
  • Aðferðir við einfalt eftirvinnsluferli á skönnuðum gögnum

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja helstu möguleika þrívíddarskönnunar og hvernig tæknin nýtist í verkefnavinnu
  • Meta hvort þrívíddarskönnun geti gagnast í eigin vinnu
  • Fá innsýn í hvernig unnið er með skannaða hluti í eftirvinnslu

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
None
Tengiliður
Edda Jóhannesdóttir - [email protected]
Jóhannes Páll Friðriksson
Kennari
Jóhannes Páll Friðriksson
Sérfræðingur í 3D prentun 2

Jóhannes Páll Friðriksson, eigandi 3D verk