LOGO - smáiðnstýringar -vefnámskeið

Verð fyrir félagsmenn
7.500 kr.
Verð
30.000 kr.
Námskeið sem kynnir Siemens LOGO! iðntölvur, uppsetningu, forritun og tengingar á einfaldan og hagnýtan hátt.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar vélfræðingum, tæknimönnum og öðrum sem vilja öðlast grunnfærni í notkun og forritun Siemens LOGO!

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist góða yfirsýn og hagnýta kunnáttu í uppsetningu, forritun og tengingum Siemens LOGO! iðntölva og viðbótareininga.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Siemens LOGO! iðntölvur og einingar
  • Forritunarhugbúnað og uppsetningu hans
  • Netsamskipti og breytingar á IP-tölum
  • Innganga og útganga, skýringu þeirra
  • Forritunarblokkir og notkun þeirra
  • Samanburð á Ladder og Function block forritun
  • Uppsetningu og prófun forrita í iðntölvum
  • Skjámyndir og forritun skjáa
  • Innri vefsíðu iðntölvu og forritun viðmóts
  • Gildi logguð
  • Notkun TIA Selection Tool
  • Verkefni sem byggja á efni námskeiðsins

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta sett upp og forritað Siemens LOGO! iðntölvu með viðbótareiningum
  • Breytt IP-tölum og tengt iðntölvu við net
  • Útbúið forrit með Ladder eða Function block aðferð og hlaðið í iðntölvu
  • Nota forritunarhugbúnað LOGO!Soft Comfort á skilvirkan hátt
  • Geta búið til skjámyndir og viðmót fyrir iðntölvu
  • Nýta innri vefsíðu iðntölvu
  • Skilja hvernig gögn eru logguð og unnin
  • Kunna að nota TIA Selection Tool við val og uppsetningu búnaðar

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Gunnar Guðmundsson
Kennari
Gunnar Guðmundsson
Msc. í rafmagnsverkfræði

Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti