Enskunámskeið um sjálfbærni og stafræna umbreytingu

Verð fyrir félagsmenn
500 kr.
Verð
2.000 kr.
Efldu enskukunnáttu þína með því að þjálfa lykilhugtök í sjálfbærni og stafrænni umbreytingu.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka skilning sinn á sjálfbærni og stafrænum umbreytingum og bæta hæfni í að lesa og taka þátt í umræðum á ensku um málefnið.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að efla enskukunnáttu þátttakenda á sama tíma og þeir öðlast grunnskilning á sjálfbærni og stafrænum umbreytingum. Þátttakendur verða betur í stakk búnir til að lesa texta og taka þátt í umræðum sem snúa að sjálfbærni og stafræna umbreytingu. Lögð er áhersla á hugtök eins og endurvinnslu, línulegt og hringrásarhagkerfi, gróðurhúsalofttegundir og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á námskeiðinu verður fjallað um

  • Mikilvægi sjálfbærni bæði fyrir einstaklinga- og fyrirtæki
  • Hugtök sem tengjast sjálfbærni og starfræna umbreytingu
  • Sjálfbærar aðferðir
  • Samfélagsvitund og vistvænar lausnir
  • Heimsmarkmiðin og samfélagið
  • Samþættingu efnis og tungumáls

Að loknu námskeiði á nemandi að

  • Þekkja meginhugmyndir heimsmarkmiðanna
  • Rifja upp lykilhugtök í sjálfbærni og stafrænum umbreytingum á ensku
  • Beita hugtökum námskeiðsins í eigin lífi eða vinnu
  • Greina hvernig stafrænar umbreytingar geta haft áhrif á umhverfið
  • Meta áhrif sjálfbærra lausna á samfélag og umhverfi.

Aðrar upplýsingar

Nemendur horfa á fræðslumyndbönd. Einnig er að finna leiðbeiningar og upplýsingar á íslensku og ensku. Að því loknu vinna nemendur verkefni í hlustun/áhorfi byggð á myndbandinu.

Þátttakendur hafa aðgang að vefnámskeiðinu í eitt ár.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Námsmat
Þátttaka og verkefnavinna
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennarar
Sigríður Ósk Bjarnadóttir
Sigríður Ósk Bjarnadóttir
Sérfræðingur

Sirrý lauk grunnnámi í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands 2008 og tveim árum síðar lauk hún framhaldsnámi við Michigan Technological University í byggingarverkfræði. Hún lauk síðan doktorsprófi í byggingarverkfræði árið 2012 og hefur skrifað fjölda ritrýndra fræðigreina og bókakafla varðandi loftslagsmál og aðlögunarhæfni bygginga og innviða

Tryggvi Thayer
Aðjúnkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun á Menntavísindasviði HÍ.