Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka skilning sinn á sjálfbærni og stafrænum umbreytingum og bæta hæfni í að lesa og taka þátt í umræðum á ensku um málefnið.
Markmið námskeiðsins er að efla enskukunnáttu þátttakenda á sama tíma og þeir öðlast grunnskilning á sjálfbærni og stafrænum umbreytingum. Þátttakendur verða betur í stakk búnir til að lesa texta og taka þátt í umræðum sem snúa að sjálfbærni og stafræna umbreytingu. Lögð er áhersla á hugtök eins og endurvinnslu, línulegt og hringrásarhagkerfi, gróðurhúsalofttegundir og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Nemendur horfa á fræðslumyndbönd. Einnig er að finna leiðbeiningar og upplýsingar á íslensku og ensku. Að því loknu vinna nemendur verkefni í hlustun/áhorfi byggð á myndbandinu.
Þátttakendur hafa aðgang að vefnámskeiðinu í eitt ár.
Sirrý lauk grunnnámi í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands 2008 og tveim árum síðar lauk hún framhaldsnámi við Michigan Technological University í byggingarverkfræði. Hún lauk síðan doktorsprófi í byggingarverkfræði árið 2012 og hefur skrifað fjölda ritrýndra fræðigreina og bókakafla varðandi loftslagsmál og aðlögunarhæfni bygginga og innviða