Gervigreind við byggingaframkvæmdir

Verð fyrir félagsmenn
7.000 kr.
Verð
28.000 kr.
Stutt námskeið um notkun gervigreindar í byggingariðnaði.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem hefur áhuga á að kynna sér hvernig gervigreind er notuð og hvernig má nýta hana við störf í byggingariðnaði.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um möguleika á notkun gervigreindar við bygginga- og mannvirkjagerð.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Gervigreind og þá möguleikum sem hún býður uppá
  • Ábyrga og skilvirka notkun gervigreindar
  • Notendaviðmót ChatGBT
  • Notkun gervigreindar við framkvæmdir, vinnu iðnaðarmanna og stjórnun byggingaverkefna
  • Áætlanagerð og rýni hönnunargagna með ChatGBT
  • Úrlausnir á raunverulegum verkefnum úr byggingariðnaði
  • Styrkleika og takmarkanir ChatGBT

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja möguleika á notkun gervigreindar í störfum í byggingariðnaði
  • Gera sér grein fyrir ábyrgri notkun þjónustunnar
  • Þekkja notendaviðmót ChatGBT
  • Geta nýtt sér gervigreind við úrlausn verkefna á einfaldan máta
  • Þekkja styrkleika og takmarkanir ChatGBT

Annað:

Leiðbeinandi er Hjörtur Sigurðsson verkfræðingur hjá Mynstra. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð.​

Staðsetning
Akureyri - Símey, Þórsstíg 4, 600 Akureyri

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
18. september 2025 kl: 13:00 - 16:00
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Hjörtur Sigurðsson
Kennari
Hjörtur Sigurðsson
Verkfræðingur

Hjörtur Sigurðsson er verkfræðingur hjá Mynstru. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð.