Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar í bygginga- og mannvirkjagerð og við aðrar aðstæður þar sem unnið er í hæð.
Markmið þess er að auka þekkingu þátttakenda á hættum við vinnu í hæð og kenna þeim að nota réttan fallvarnarbúnað. Þannig verði stuðlað að fækkun óhappa og vinnuslysa.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Dynjanda ehf. Þátttakendum stendur til boða að prófa nýjustu gerðir fallvarnarbúnaðar.
Gísli hefur sótt fjöld námskeiða og hlotið réttindi sem leiðbeinandi um notkun og meðferð öryggisbúnaðar. Hann starfar við sölu og ráðgjöf hjá Dynjanda.