Fallvarnir

Verð fyrir félagsmenn
7.000 kr.
Verð
28.000 kr.
Námskeið um fallvarnir við mannvirkjagerð.

Fyrir hvern:

Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar í bygginga- og mannvirkjagerð og við aðrar aðstæður þar sem unnið er í hæð.

Markmið:

Markmið þess er að auka þekkingu þátttakenda á hættum við vinnu í hæð og kenna þeim að nota réttan fallvarnarbúnað. Þannig verði stuðlað að fækkun óhappa og vinnuslysa.  

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Vinnu í hæð og tekin dæmi um hættulegar aðstæður.
  • Notkun á viðeigandi fallvarnarbúnaði og aðrar forvarnir til að verjast fallslysum.
  • Viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi starfsmanna. 

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Þekkja hættulegar aðstæður við vinnu á framkvæmdasvæðum.
  • Geta valið og notað viðeigandi fallvarnarbúnað.
  • Kunna að gera viðbragðsáætlun til tryggingar á öryggi.

Annað:

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Dynjanda ehf. Þátttakendum stendur til boða að prófa nýjustu gerðir fallvarnarbúnaðar.

Staðsetning
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík

Fyrirkomulag kennslu
Staðnám
4. nóvember 2025 kl: 13:00 - 16:00
Námsmat
Mæting
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennari
Gísli Bergmann
Sérfræðingur í öryggisbúnaði

Gísli hefur sótt fjöld námskeiða og hlotið réttindi sem leiðbeinandi um notkun og meðferð öryggisbúnaðar. Hann starfar við sölu og ráðgjöf hjá Dynjanda.