KIA rafbílar - Hvað er rafbíll og hvernig virkar hann?

Í samstarfi við Askja Bílaumboð
Verð fyrir félagsmenn
500 kr.
Verð
2.000 kr.
Langar þig að vita hvernig rafbíll virkar?

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem vilja kynna sér grunnvirkni rafbíla

Markmið:

Markmiðið er að gefa þátttakenda grunn upplýsingar um virkni og búnað rafbíla.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Upbyggingu og virkni rafbíla
  • Hleðslumál
  • Öryggi í umgengni við rafbíla
  • Algengar spurningar sem koma oft upp í tengslum við rafbíla.

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta nefnt helstu íhluti háspennukerfis rafbíla
  • geta útskýrt í einföldu máli hvernig rafbíll virkar
  • hafa grunnþekkingu á hleðslu rafbíla
  • þekkja helstu öryggismál í tengslum við rafbíla.

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið er í heildina 15 stutt mynbönd sem taka fyrir ákveðið málefni og útskýra með myndrænum hætti. Rafbílar KIA eru í forgrunni en margt af því sem kemur fram á einnig við rafbíla almennt og því í raun gagnlegt öllum þeim sem vilja fræðast nánar um rafbíla.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
Tengiliður
Valdís Axfjörð - [email protected]
Sigurður Svavar Indriðason
Kennari
Sigurður Svavar Indriðason
Leiðtogi bílgreinasviðs, MSc í bílaverkfræði

Sigurður hefur starfað sem leiðtogi bílgreina hjá Iðunni fræðslusetri síðan 2017 og einnig sinnt kennslu fyrir sviðið samhliða því. Sigurður er með sveinspróf í bifreiðasmíði og bifvélavirkjun ásamt BSc. í vélaverfræði frá HR og MSc í bílaverkfræði frá Chalmers í Svíþjóð. Einnig hefur hann sinnt kennslu fyrir KIA hér á landi og er vottaður KIA Trainer. Hanns sérsvið eru raf og hybridbílar ásamt öðrum tækninýungum bifreiða svosem ADAS kerfi.