Fyrir alla þá sem vilja kynna sér grunnvirkni rafbíla
Markmiðið er að gefa þátttakenda grunn upplýsingar um virkni og búnað rafbíla.
Námskeiðið er í heildina 15 stutt mynbönd sem taka fyrir ákveðið málefni og útskýra með myndrænum hætti. Rafbílar KIA eru í forgrunni en margt af því sem kemur fram á einnig við rafbíla almennt og því í raun gagnlegt öllum þeim sem vilja fræðast nánar um rafbíla.
Sigurður hefur starfað sem leiðtogi bílgreina hjá Iðunni fræðslusetri síðan 2017 og einnig sinnt kennslu fyrir sviðið samhliða því. Sigurður er með sveinspróf í bifreiðasmíði og bifvélavirkjun ásamt BSc. í vélaverfræði frá HR og MSc í bílaverkfræði frá Chalmers í Svíþjóð. Einnig hefur hann sinnt kennslu fyrir KIA hér á landi og er vottaður KIA Trainer. Hanns sérsvið eru raf og hybridbílar ásamt öðrum tækninýungum bifreiða svosem ADAS kerfi.