Fagfólk í prent- og miðlun sem þarf að bæta við sig þekkingu í stafrænni hönnun og teymisvinnu í hönnun og umbroti.
Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum að búa til gagnvirka skjái fyrir vefsíður, farsímaforrit og önnur grafísk viðmót með Figma. Áhersla er lögð á hagnýta vinnu með teyminu í rauntíma og að prófa lausnir á notendum.
Þátttakendur í staðnámi fá aðgang að Figma og tengdum forritum í tölvubúnaði Iðunnar fræðsluseturs. Fjarnemar þurfa sjálfir að hafa aðgang að Figma á sínum tölvum.