Brúkranar

Í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf
Verð fyrir félagsmenn
7.000 kr.
Verð
25.000 kr.
Fáðu réttindi á brúkrana hvenær sem þér hentar – algjör sveigjanleiki í námi og allt á netinu!

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hyggjast starfa við notkun brúkrana sem lyfta 5 tonnum eða meira og þurfa lögbundin réttindi samkvæmt reglum nr. 1116/2021. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem vilja hefja störf sem brúkranastjórar, sem og þeim sem vilja formfesta fyrri reynslu með viðurkenndum prófskírteinum.

Markmið:

Að veita þátttakendum þá þekkingu og hæfni sem þarf til að starfa örugglega og samkvæmt lögum við notkun brúkrana sem lyfta yfir 5 tonnum eða meira.

Lýsing:

Brúkranar eru skilgreindir sem skráningarskyldar vinnuvélar í flokki C hjá Vinnueftirlitinu og urðu réttindaskyldar 1. október 2021 samkvæmt reglugerð nr. 1116.

Námskeiðið er 100% vefnámskeið og þátttakendur geta hafið námið hvenær sem þeim hentar og lært á eigin hraða. Kennslan fer fram með myndbandsfyrirlestrum og krossaprófum. Reikna má með að það taki um 3–4 klukkustundir að ljúka námskeiðinu.

Fyrirkomulag kennslu
Vefnámskeið
19. desember 2025 kl: 13:00 - 14:00
Námsmat
próf
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Kennarar frá Vinnuverndar­námskeið ehf
Kennari
Kennarar frá Vinnuverndar­námskeið ehf
Sérfræðingar í öryggis- og vinnuverndarstarfi á vinnustöðum

Iðan er í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf. Skólinn var stofnaður í desember 2021 af Eggerti Björgvinssyni, Guðmundi Kjerúlf og Leifi Gústafssyni og býður upp á fjölda vinnuverndar- og vinnuvélanámskeiða. Félagsmenn Iðunnar njóta sérkjara hjá Vinnuverndarnámskeið ehf þegar skráning fer fram hjá Iðunni.