Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa reynslu af því að búa til efni fyrir samfélagsmiðla en vilja bæta vinnubrögðin og ná betri árangri. Þetta námskeið er alfarið kennt í fjarnámi.
Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu og færni til að framleiða vönduð og grípandi myndbönd sem vekja athygli á samfélagsmiðlum. Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að geta skipulagt, tekið upp, klippt og birt efni á árangursríkan hátt.
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að Adobe Premiere. Sérstakur gestur á þessu námskeiði verður Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, en hún hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum TikTok að undanförnu. Þar má finna stórskemmtileg heimagerð myndbönd þar sem hún beinir spjótum sínum ekki síst að sjálfum sér ásamt hinum ýmsu hversdagslegum málefnum. Í sinni heimsókn mun Birna fara yfir sína vegferð á samfélagsmiðlum, hennar nálgun á miðilinn, auk þess sem hún gefur nemendum góð ráð sem vilja tileinka sér efnissköpun fyrir samfélagsmiðla.