Gerð myndbanda fyrir samfélagsmiðla

Verð fyrir félagsmenn
5.000 kr.
Verð
25.000 kr.
Á þessu námskeiði er farið í gerð myndbanda fyrir samfélagsmiðla. Farið er í grunnatriði framleiðslu og allt ferlið frá upphafi til enda: frá hugmyndasköpun, upptöku og klippingu í Adobe Premiere eða Edits, til þess að deila efninu á áhrifaríkan hátt á Instagram, Facebook, TikTok og YouTube Shorts.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa reynslu af því að búa til efni fyrir samfélagsmiðla en vilja bæta vinnubrögðin og ná betri árangri. Þetta námskeið er alfarið kennt í fjarnámi.

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu og færni til að framleiða vönduð og grípandi myndbönd sem vekja athygli á samfélagsmiðlum. Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að geta skipulagt, tekið upp, klippt og birt efni á árangursríkan hátt.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Hugmyndavinnu og skipulagningu efnis
  • Grunnatriði myndbandsupptöku (myndavélarstillingar, ljós og hljóð)
  • Klippingu og eftirvinnslu í Adobe Premiere eða Edits
  • Aðlögun efnis fyrir ólíka miðla (Instagram, Facebook, TikTok, YouTube Shorts)
  • Aðferðir til að hámarka áhorf og dreifingu
  • Helstu ráð til að búa til efni sem grípur og heldur athygli

Að loknu námskeiði á nemandi að:

  • Geta framleitt einföld og vönduð myndbönd fyrir samfélagsmiðla
  • Beita grunnatriðum í upptöku, lýsingu og hljóðvinnslu
  • Nota Adobe Premiere eða Edits til að klippa og setja saman efni á skilvirkan hátt
  • Aðlaga myndbönd fyrir mismunandi miðla og markhópa
  • Þekkja helstu leiðir til að auka sýnileika og áhorf á samfélagsmiðlum

Aðrar upplýsingar:

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að Adobe Premiere. Sérstakur gestur á þessu námskeiði verður Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, en hún hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum TikTok að undanförnu. Þar má finna stórskemmtileg heimagerð myndbönd þar sem hún beinir spjótum sínum ekki síst að sjálfum sér ásamt hinum ýmsu hversdagslegum málefnum. Í sinni heimsókn mun Birna fara yfir sína vegferð á samfélagsmiðlum, hennar nálgun á miðilinn, auk þess sem hún gefur nemendum góð ráð sem vilja tileinka sér efnissköpun fyrir samfélagsmiðla.

Fyrirkomulag kennslu
Fjarnám
8. september 2025 kl: 18:30 - 21:00
15. september 2025 kl: 18:30 - 21:00
22. september 2025 kl: 18:30 - 21:00
Námsmat
Þátttaka í fyrirlestrum og verkefnavinnu
Tengiliður
Guðrún Hjaltalín Guðjónsdóttir - [email protected]
Steinar Júlíusson
Kennari
Steinar Júlíusson
Grafískur hönnuður með sérþekkingu á hreyfihönnun